Innlent

Sprengi­sandur: Veður­öfgar, mörk tjáningar­frelsis og Ís­lands­sagan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Jón Gnarr, rithöfundur, uppistandari og leikari mætir og fer yfir Íslandssöguna og ræðir ýmislegt fleira.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræðir við Kristján Kristjánsson um veðuröfgar að sumri, flóð, hitabylgjur og tengsl við loftslagsbreytingar. Þá mun Sema Erla Serdar ræða um kröfu sína og fleiri að Útlendingastofnun verði lögð niður.

Í lok þáttarins mætast lögfræðingarnir Helgi Áss Grétarsson og Gunnar Ingi Jóhannsson og ætla þeir að ræða nafnlausar ásakanir á netinu og mörk tjáningarfrelsis og ofsókna. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×