Innlent

Sló met í sínu fyrsta Lauga­vegs­hlaupi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Andrea nýkomin í mark, ánægð með árangurinn. Áhorfendur fagna henni ákaft, enda var hún að slá met.
Andrea nýkomin í mark, ánægð með árangurinn. Áhorfendur fagna henni ákaft, enda var hún að slá met. Skjáskot

Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Laugavegshlaupsins. Andrea er 22 ára og var að hlaupa sitt fyrsta Laugavegshlaup. Hún gerði sér lítið fyrir og bætti aldursflokkametið sem sett var þegar hún fæddist, að því er fram kemur á Facebook.

Rannveig Oddsdóttir, sem setti gamla metið á síðasta ári, kom önnur í mark á tímanum 5:09:55.

Bretinn Andrew Douglas kom fyrstur í mark karlamegin, á tímanum 4:10:38. Annar í mark var Þorbergur Ingi Jónsson, á tímanum 4:32:02, en hann var fyrstur Íslendinga í mark.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×