Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. júlí 2021 14:07 Eldgosið er byrjað aftur eftir hlé, enn og aftur. Skjáskot Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. Gosvirkni lá niðri í næstum viku á dögunum og þá gerði aftur hlé á virkninni í um sólarhring frá fimmtudegi í gær. Nú er eldgosið hins vegar búið að vera í gangi í alla nótt, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Svo auðvitað lá þetta niðri í rúmlega sólarhring, þrjátíu, þrjátíu og tveir tímar áður en þetta byrjaði aftur í gærmorgun, óróinn byrjaði að vaxa um tíuleytið í gærmorgun og svo klukkan sextán var komin glóð í pottinum sem ég gat séð á vefmyndavél, en auðvitað er skyggnið ekki búið að vera neitt æðislegt,“ segir Bjarki. Hann segir að duglega hafi flætt úr gígnum sjálfum og niður í Meradali. Um miðnætti í nótt hafi púlsavirkni hafist, með púlsum sem standi yfir í um tíu til fimmtán mínútur. Þá hafi borið talsvert á því upp á síðkastið að fólk sé að hætta sér út á hraunið. „Þetta eru auðvitað bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn en erlendir eru meira núna að labba út á þetta því gosið liggur niðri og maður sér ekkert rautt. Þá heldur fólk að þetta sé búið en það er auðvitað allt flæðandi í innri rásum og heitt undir hrauninu líka. Sumir taka bara áhættuna en sumir vita bara ekkert af hættunni.“ Veður við gosstöðvarnar hefur verið fínt niðri í Nátthaga en við Langahrygg hefur skyggni verið lélegt í morgun. Það á þó að rofa til með deginum og því ekki loku fyrir það skotið að vel muni viðra til göngu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Gosvirkni lá niðri í næstum viku á dögunum og þá gerði aftur hlé á virkninni í um sólarhring frá fimmtudegi í gær. Nú er eldgosið hins vegar búið að vera í gangi í alla nótt, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Svo auðvitað lá þetta niðri í rúmlega sólarhring, þrjátíu, þrjátíu og tveir tímar áður en þetta byrjaði aftur í gærmorgun, óróinn byrjaði að vaxa um tíuleytið í gærmorgun og svo klukkan sextán var komin glóð í pottinum sem ég gat séð á vefmyndavél, en auðvitað er skyggnið ekki búið að vera neitt æðislegt,“ segir Bjarki. Hann segir að duglega hafi flætt úr gígnum sjálfum og niður í Meradali. Um miðnætti í nótt hafi púlsavirkni hafist, með púlsum sem standi yfir í um tíu til fimmtán mínútur. Þá hafi borið talsvert á því upp á síðkastið að fólk sé að hætta sér út á hraunið. „Þetta eru auðvitað bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn en erlendir eru meira núna að labba út á þetta því gosið liggur niðri og maður sér ekkert rautt. Þá heldur fólk að þetta sé búið en það er auðvitað allt flæðandi í innri rásum og heitt undir hrauninu líka. Sumir taka bara áhættuna en sumir vita bara ekkert af hættunni.“ Veður við gosstöðvarnar hefur verið fínt niðri í Nátthaga en við Langahrygg hefur skyggni verið lélegt í morgun. Það á þó að rofa til með deginum og því ekki loku fyrir það skotið að vel muni viðra til göngu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira