„Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni“ Elma Rut Valtýsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. júlí 2021 18:43 Hér má sjá Eyjólf Ásberg Halldórsson ásamt vini sínum Alberti Guðmundssyni á Spáni. Aðsend Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem hafði verið bólusettur gegn Covid-19, segist hafa fagnað of snemma en hann greindist með veiruna eftir að hann kom heim frá Spáni fyrr í mánuðinum. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram. Eyjólfur fór í frí til Marbella á Spáni með vinum sínum í upphafi mánaðar. Hann segir þá félaga hafa gætt vel að sóttvörnum. „Áður en við förum heim förum við allir í test og PCR test til að millilenda í Hollandi og fáum neikvætt úr báðum testum,“ segir Eyjólfur. Fljótlega eftir að heim var komið fékk hann símtal frá vini sínum sem býr í Hollandi sem hafði þá greinst með Covid-19 eftir að hafa farið í annað próf í Hollandi. „Þannig að ég fer þá sjálfur beint í test og fæ jákvætt þrátt fyrir að vera með engin einkenni þannig þetta kom mjög á óvart." Eyjólfur segir niðurstöðuna hafa komið sér sérstaklega á óvart þar sem hann er bólusettur. Hann fékk Jansen sprautu í byrjun júní. Vinirnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson.Aðsend „Þannig ég fór bara út með þá hugsun að ég væri bara góður og engin hætta á Covid því ég hafði ekki heyrt um nein tilvik þar sem bólusettur einstaklingur hafi smitast," segir Eyjólfur sem hefur sloppið vel síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Ég hafði aldrei farið í nein test og aldrei farið í sóttkví þannig maður var kannski byrjaður að fagna of snemma en síðan kom þetta bara eins og þruma úr heiðskíru lofti." Nú er Eyjólfur á níunda degi í einangrun en hann hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum. Eyjólfur smitaði móður sína sem einnig er bólusett og litlu systur sína. „Hún er með tvær sprautur af Pfizer en hún fann meira fyrir þessu en ég. Missti bragðskynið og var smá slöpp." Eyjólfur hvetur fólk til að fara áfram varlega. „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni," segir Eyjólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Bólusetningar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Eyjólfur fór í frí til Marbella á Spáni með vinum sínum í upphafi mánaðar. Hann segir þá félaga hafa gætt vel að sóttvörnum. „Áður en við förum heim förum við allir í test og PCR test til að millilenda í Hollandi og fáum neikvætt úr báðum testum,“ segir Eyjólfur. Fljótlega eftir að heim var komið fékk hann símtal frá vini sínum sem býr í Hollandi sem hafði þá greinst með Covid-19 eftir að hafa farið í annað próf í Hollandi. „Þannig að ég fer þá sjálfur beint í test og fæ jákvætt þrátt fyrir að vera með engin einkenni þannig þetta kom mjög á óvart." Eyjólfur segir niðurstöðuna hafa komið sér sérstaklega á óvart þar sem hann er bólusettur. Hann fékk Jansen sprautu í byrjun júní. Vinirnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson.Aðsend „Þannig ég fór bara út með þá hugsun að ég væri bara góður og engin hætta á Covid því ég hafði ekki heyrt um nein tilvik þar sem bólusettur einstaklingur hafi smitast," segir Eyjólfur sem hefur sloppið vel síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Ég hafði aldrei farið í nein test og aldrei farið í sóttkví þannig maður var kannski byrjaður að fagna of snemma en síðan kom þetta bara eins og þruma úr heiðskíru lofti." Nú er Eyjólfur á níunda degi í einangrun en hann hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum. Eyjólfur smitaði móður sína sem einnig er bólusett og litlu systur sína. „Hún er með tvær sprautur af Pfizer en hún fann meira fyrir þessu en ég. Missti bragðskynið og var smá slöpp." Eyjólfur hvetur fólk til að fara áfram varlega. „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni," segir Eyjólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Bólusetningar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira