Innlent

Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Smitum hefur farið fjölgandi undanfarna daga.
Smitum hefur farið fjölgandi undanfarna daga. Vísir/Vilhelm

Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Allir hinna smituðu voru fullbólusettir fyrir Covid-19. Þá greindust sjö með Covid-19 á landamærunum.

Frá 1. júlí hafa því 30 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands. Eftir rakningu gærdagsins eru hátt í 400 manns í sóttkví. Smitrakning stendur enn yfir og búast má við að enn fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna og embætti landlæknis í gær að þrátt fyrir aukningu í fjölda smita að undanförnu væru engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands í smíðum en það gæti breyst ef ástandið fer versnandi.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.