Innlent

Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

Allir hinna smituðu voru fullbólusettir fyrir Covid-19.

Nýgengi smita innanlands er 6,3. 168 eru í sóttkví í tengslum við smit sem komið hafa upp innanlands. Enginn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sitja þessa stundina fyrir svörum á upplýsingafundi, þeim fyrsta í 49 daga. Sjá hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.