Innlent

Fullorðin með tvö börn treystu sér hvorki áfram né til baka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fólkið hafði að líkindum ætlað að ganga um fimmtíu kílómetra hring í kringum Kerlingafjöll. Veðrið var hins vegar ekki jafngott á svæðinu og sumardag í fyrra þegar þessi mynd var tekin.
Fólkið hafði að líkindum ætlað að ganga um fimmtíu kílómetra hring í kringum Kerlingafjöll. Veðrið var hins vegar ekki jafngott á svæðinu og sumardag í fyrra þegar þessi mynd var tekin. Vísir/Kolbeinn Tumi

Björgunarsveitarfólk á tveimur jeppum er komið að skálanum Klakki undir Kerlingarfjöllum þar sem fjórir einstaklingar sem óskað höfðu eftir aðstoð björgunarsveita biðu.

Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða tvo fullorðna með tvö níu ára börn. Hann segir ekkert ama að fólkinu. Þau hafi hins vegar hvorki treyst sér áfram né aftur til baka.

Veðrið á hálendinu í dag er ekkert sérstakt. Blaut og blæs. Hitinn daðrar við tveggja stafa tölu en ekki meira en það. Fólkið var að líkindum að ganga hringleið í kringum Kerlingafjallasvæðið en þar eru slóðar þó þeir séu ekki mjög fjölfarnir.

Jónas segir ár á svæðinu sem geti verið erfiðari yfirferðar en til dæmis árnar á Laugaveginum sem margur Íslendingurinn hefur vaðið að sumarlagi. Fólkið verður flutt að bíl sínum í Kerlingarfjöllum en ekkert amar að þeim.

Fleiri göngumenn lentu í vandræðum á hálendinu í dag. Göngumaður eða fólk á göngu norðvestur af Öskju virkjaði neyðarsendi sinn í dag. Það eru fleiri göngumenn í vandræðum á hálendinu í dag því göngumaður eða menn á göngu sinni norðvestur af Öskju virkjaði neyðarsendi sinn. Björgunarsveitin Stefán á Mývatni er að leggja af stað til þeirra en á þessari stundu er ekki vitað hvað amar að fólkinu né í raun hvað þau eru mörg

Jónas lýsir því þannig að þegar neyðarsendir sé virkjaður berist boð til fyrirtækja erlendis. Þaðan komi neyðarsendinging til Landsbjargar en upplýsingar séu takmarkaðar. Hann viti hvorki hve margir óski aðstoðar né hvað ami að.

Hann telur allar líkur á að útkallið tengist veðrinu sem sé hreint ekki skemmtilegt.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×