Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2021 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna sem nú er komin upp ekki koma á óvart. „Þetta kemur mér ekki á óvart þannig. Miðað við það sem við sáum í fyrradag og höfum verið að sjá undanfarna daga. Það er greinilegt að veiran hefur sloppið hér inn í gegnum landamærin og svo á hún auðvelt með að dreifa sér og sérstaklega kannski á skemmtistöðum eins og við erum að sjá núna að fólk tengist aðallega slíku atferli sem auðveldar henni að dreifast. Það er það sem við erum að sjá núna og ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að við gætum átt von á því að sjá fleiri tilfelli á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Íhugar stöðuna Nú skoðar Þórólfur hvort tilefni sé til að herða aðgerðir innanlands og á landamærum. „Helmingur af þeim sem hafa verið að greinast hér innanlands er full bólusettir. Aðrir eru svona hálfbólusettir og nokkrir eru líka óbólusettir þannig að við vitum að þetta fólk getur tekið veiruna en fær þá yfirleitt vægari einkenni. Það er nú það sem spilar inn í að kannski þurfi ekki að grípa til jafn mikilla aðgerða.“ „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið“ Hann biður viðkvæma hópa um að gæta að sér og hvetur hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir að fara yfir sýkingavarnir. „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið og það þarf að gæta áfram að sýkingavörnum. En eins og við höfum sagt að þá getum við átt von á einstaka sýkingum og litlum hópsýkingum en vonandi verður ekkert stærra út því og að bólusetningin muni halda þessu í skefjum.“ „Við erum að skoða alla möguleika, allar útfærslur og líka á landamærunum.“ Flestir þeir sem greindust í gær tengjast smiti sem greindist í fyrradag og er rakið til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Hinn smitaði var starfsmaður staðarins. „Þetta tengist sömu stöðum en við vitum ekki nákvæmlega hvort að smitunin hafi átt sér stað á þessum stöðum. En fólk nefnir þessa staði og hefur verið á þessum stöðum síðustu daga.“ Þrír af þeim fimm sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Eru þeir bólusettu sem smituðust bólusettir með sama bóluefni? „Nei þetta eru mismunandi bóluefni þetta eru öll bóluefnin sem eru nefnd,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna sem nú er komin upp ekki koma á óvart. „Þetta kemur mér ekki á óvart þannig. Miðað við það sem við sáum í fyrradag og höfum verið að sjá undanfarna daga. Það er greinilegt að veiran hefur sloppið hér inn í gegnum landamærin og svo á hún auðvelt með að dreifa sér og sérstaklega kannski á skemmtistöðum eins og við erum að sjá núna að fólk tengist aðallega slíku atferli sem auðveldar henni að dreifast. Það er það sem við erum að sjá núna og ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að við gætum átt von á því að sjá fleiri tilfelli á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Íhugar stöðuna Nú skoðar Þórólfur hvort tilefni sé til að herða aðgerðir innanlands og á landamærum. „Helmingur af þeim sem hafa verið að greinast hér innanlands er full bólusettir. Aðrir eru svona hálfbólusettir og nokkrir eru líka óbólusettir þannig að við vitum að þetta fólk getur tekið veiruna en fær þá yfirleitt vægari einkenni. Það er nú það sem spilar inn í að kannski þurfi ekki að grípa til jafn mikilla aðgerða.“ „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið“ Hann biður viðkvæma hópa um að gæta að sér og hvetur hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir að fara yfir sýkingavarnir. „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið og það þarf að gæta áfram að sýkingavörnum. En eins og við höfum sagt að þá getum við átt von á einstaka sýkingum og litlum hópsýkingum en vonandi verður ekkert stærra út því og að bólusetningin muni halda þessu í skefjum.“ „Við erum að skoða alla möguleika, allar útfærslur og líka á landamærunum.“ Flestir þeir sem greindust í gær tengjast smiti sem greindist í fyrradag og er rakið til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Hinn smitaði var starfsmaður staðarins. „Þetta tengist sömu stöðum en við vitum ekki nákvæmlega hvort að smitunin hafi átt sér stað á þessum stöðum. En fólk nefnir þessa staði og hefur verið á þessum stöðum síðustu daga.“ Þrír af þeim fimm sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Eru þeir bólusettu sem smituðust bólusettir með sama bóluefni? „Nei þetta eru mismunandi bóluefni þetta eru öll bóluefnin sem eru nefnd,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01
Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59