Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 12:47 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. Fjallað var um stöðuna á Spáni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna í landinu í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni. Víða eru frekari takmarkanir í gildi, til dæmis á Tenerife og á Alicante-svæðinu. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir sérstaklega gegn því að óbólusettir fari til útlanda, sem til dæmis á við um flest börn. Áhyggjur eru líka af ferðalögum bólusettra. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti,“ segir Þórólfur. Þarf að skoða „áður en við missum þetta úr höndunum“ Borið hafi á því að smitaðir komi til landsins upp á síðkastið. Verið sé að skoða leiðir til að takmarka slíkt. „Og það þarf að skoða það tiltölulega fljótlega myndi ég halda, áður en við missum þetta úr höndunum,“ segir Þórólfur. „Við höfum ekki mannafla til að taka þessi sýni á landamærunum og svo höfum við takmarkaða getu til greiningar á sýnum. Þannig að við ráðum ekki almennilega við þennan fjölda að taka sýni frá honum öllum þannig að við þurfum að hugsa þetta einhvern veginn í öðrum brautum. [...] En það sem er verið að skoða er hvort við getum krafist einhverra annarra vottorða, getum við krafist neikvæðra PCR-vottorða frá öllum sem eru að koma til landsins eins og margar þjóðir gera.“ Rjúki ekki strax í fjölskylduboð Hann biður ferðalanga að hafa varann á. „Það er mjög mikilvæg hvatning til Íslendinga sem eru að ferðast erlendis, hvort sem þeir eru óbólusettir eða bólusettir, að fara varlega og eins þegar þeir koma heim að fara mjög varlega. hafi þeir minnstu einkenni eftir heimkomu, að fara í sýnatökur. Fara varlega og fara ekki strax í fjölskylduveislur, sem eins og við höfum séð geta valdið útbreiddu smiti.“ Tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í dag voru bólusettir fyrir þremur til fjórum vikum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og hópur hefur þurft að fara í sóttkví. Skemmtistaðurinn Bankastræti Club segir í færslu á Instagram í dag að að minnsta kosti eitt smit utan sóttkvíar um helgina sé rakið til staðarins. Allir gestir séu hvattir til að fara í sýnatöku. „Við vitum að við erum ekki búin að vera með innanlandssmit núna mjög lengi og eina leiðin fyrir veiruna að koma inn er í gegnum landamærin, þannig að það er langlíklegast. En við sjáum það betur þegar niðurstaða kemur úr raðgreiningu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Fjallað var um stöðuna á Spáni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna í landinu í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni. Víða eru frekari takmarkanir í gildi, til dæmis á Tenerife og á Alicante-svæðinu. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir sérstaklega gegn því að óbólusettir fari til útlanda, sem til dæmis á við um flest börn. Áhyggjur eru líka af ferðalögum bólusettra. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti,“ segir Þórólfur. Þarf að skoða „áður en við missum þetta úr höndunum“ Borið hafi á því að smitaðir komi til landsins upp á síðkastið. Verið sé að skoða leiðir til að takmarka slíkt. „Og það þarf að skoða það tiltölulega fljótlega myndi ég halda, áður en við missum þetta úr höndunum,“ segir Þórólfur. „Við höfum ekki mannafla til að taka þessi sýni á landamærunum og svo höfum við takmarkaða getu til greiningar á sýnum. Þannig að við ráðum ekki almennilega við þennan fjölda að taka sýni frá honum öllum þannig að við þurfum að hugsa þetta einhvern veginn í öðrum brautum. [...] En það sem er verið að skoða er hvort við getum krafist einhverra annarra vottorða, getum við krafist neikvæðra PCR-vottorða frá öllum sem eru að koma til landsins eins og margar þjóðir gera.“ Rjúki ekki strax í fjölskylduboð Hann biður ferðalanga að hafa varann á. „Það er mjög mikilvæg hvatning til Íslendinga sem eru að ferðast erlendis, hvort sem þeir eru óbólusettir eða bólusettir, að fara varlega og eins þegar þeir koma heim að fara mjög varlega. hafi þeir minnstu einkenni eftir heimkomu, að fara í sýnatökur. Fara varlega og fara ekki strax í fjölskylduveislur, sem eins og við höfum séð geta valdið útbreiddu smiti.“ Tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í dag voru bólusettir fyrir þremur til fjórum vikum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og hópur hefur þurft að fara í sóttkví. Skemmtistaðurinn Bankastræti Club segir í færslu á Instagram í dag að að minnsta kosti eitt smit utan sóttkvíar um helgina sé rakið til staðarins. Allir gestir séu hvattir til að fara í sýnatöku. „Við vitum að við erum ekki búin að vera með innanlandssmit núna mjög lengi og eina leiðin fyrir veiruna að koma inn er í gegnum landamærin, þannig að það er langlíklegast. En við sjáum það betur þegar niðurstaða kemur úr raðgreiningu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira