Innlent

Sautján eru í farsóttarhúsi: „Aðsóknin er aðeins að glæðast með kvöldinu“

Árni Sæberg skrifar
Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttarhótelsins á Rauðarárstíg.
Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttarhótelsins á Rauðarárstíg. Vísir/Einar

Sautján ferðamenn eru í einangrun í farsóttarhúsinu á Rauðarárárstíg en tveir hafa bæst í hópinn í dag.

Nokkuð hefur borið á því undanfarið að bólusettir ferðamenn þurfi að dvelja á farsóttarhúsi. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Gylfi Þór segir stóran meirihluta þeirra sautján ferðamann sem nú dvelja á farsóttarhúsinu vera bólusettan. Þá hafi flestir þeirra greinst við brottför frá landinu.

Það þýðir að annað hvort hafi ferðamennirnir komið smitaðir til landsins eða smitast á ferðalagi sínu um landið.

Gylfi Þór segir flesta sem greinast á landamærunum við brottför vera ansi fúla í byrjun en að fólk sætti sig við orðinn hlut á endanum. „Þetta er alltaf hættan þegar fólk er á ferðalögum að svona geti gerst,“ segir Gylfi Þór.

Þá segir Gylfi Þór hættuna á smiti vera mesta þegar ferðamenn eru á barnsaldri enda er mjög lítill hluti barna í heiminum bólusettur. Sóttvarnaryfirvöld hér á landi hafa varað við því að óbólusett börn ferðist til útlanda.

Fólk hefur þurft að hætta við brúðkaup

Í viðtalinu segir Gylfi Þór sorgarsögu af bandarísku pari sem hugðist gifta sig hér á landi á dögunum. Tilvonandi brúðgumi greindist smitaður við komuna til landsins og því þurfti parið að dúsa á farsóttarhúsi alla íslandsferðina. Eðli málsins samkvæmt var brúðkaupinu slegið á frest.

Viðtalið við Gylfa Þór má sjá í spilaranum hér að neðan:


Tengdar fréttir

Vara við því að óbólu­sett börn ferðist til út­landa

Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.