Innlent

Allt að 24 stiga hiti

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hlýjast verður líklega á austurhluta landsins.
Hlýjast verður líklega á austurhluta landsins. Vísir/Vilhelm

Lægð milli Grænlands og Íslands stjórnar veðrinu hér á landi næstu daga og suðvestlægar vindáttir verða ráðandi. Í dag fara skil með rigningu yfir vesturhluta landsins og í kjölfarið fylgir skúraveður í kvöld og næstkomandi daga.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að á Austurlandi megi búast við áframhaldandi blíðviðri. Hitastig á landinu verður 10 til 24 stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands.

Á morgun verður suðvestlæg átt, átt til fimmtán metrar á sekúndu. Hvassast norðvestantil en hægari vindur og léttskýjað austar á landinu. Kólnar í veðri á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:

Sunnan og suðvestan 5-10 m/s og dálitlar skúrir, en skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt fyrir austan. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast austanlands.

Á miðvikudag:

Suðvestlæg átt 5-10 m/s og víða skúrir, einkum um landið vestanvert. Kólnar lítið eitt.

Á fimmtudag:

Suðvestan 5-15 m/s, hvassast norðvestantil. Skýjað og úrkomulítið, en bjart fyrir austan. Hlýnar í veðri.

Á föstudag:

Suðvestan átt, skýjað að mestu og víða skúrir. Hiti 10 til 18 stig. Hlýjast austantil.

Á laugardag og sunnudag:

Suðvestlæg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en bjartviðri fyrir austan. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast austanlands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.