Innlent

Ljónheppinn að fá bílaleigubíl

Snorri Másson skrifar
Ísland er eitt af uppáhaldslöndum Markus Wendt.
Ísland er eitt af uppáhaldslöndum Markus Wendt. Stöð 2

Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna.

Einn ferðamannanna sem teknir voru tali var Markus Wendt frá Berlín. Hann var nýlentur og spenntur fyrir vikunni fram undan eftir hnökralausa komu til landsins. 

Segja má að Markus hafi verið heppinn að fá bílaleigubíl í Keflavík í gær, þar sem bílaleigur eru í tómum vandræðum þessa dagana með að útvega bifreiðar. Þær eru beinlínis uppseldar, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Kaupmaður sem rætt var við í miðbænum er aftur farinn að selja lunda og eftirspurnin er töluverð eftir vörum tengdum eldgosinu. Þetta er að verða eins og þetta var.

Umferðin á flugvellinum virðist síðan vera að skána ef marka má Wendt: „Þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Við vorum undirbúin, með kóðana okkar og bólusetningarvottorðið, þannig að á innan við fimm mínútum sóttum við töskurnar og vorum komin út í bílaleigubíl. Bara frábært."

Joannie Auclair og Reid McDougall, kanadískir sjóhermenn í landi.Stöð 2

Tengdar fréttir

Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli

Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir.

Við­snúningur fram undan í efna­hags­lífinu

Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir miklu áfalli í kjölfar heimsfaraldurs er reiknað með öflugum viðsnúningi í efnahagslífinu með kröftugum vexti útflutnings, sérstaklega ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.