Innlent

Efna til í­búa­kosningar um um­deilda fram­kvæmd

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kristján Þór Magnússon er sveitarstjóri Norðurþings.
Kristján Þór Magnússon er sveitarstjóri Norðurþings. vísir/vilhelm

Byggðar­ráð Norður­þings mun efna til í­búa­­könnunar um af­­stöðu til upp­­byggingar vindorku­vers á Mel­rakka­­sléttu. Þetta var sam­þykkt á fundi byggðar­ráðs síðasta fimmtu­­dag.

Á fundinum lagði Kol­brún Ada Gunnars­dóttir, for­­seti sveitar­­stjórnar og full­­trúi Vinstri grænna, fram til­­lögu sína um að fallið yrði al­farið frá á­­formum um byggingu vindorku­versins í aðal­­­skipu­lagi sveitar­­fé­lagsins og allri um­­fjöllun um það yrði frestað þar til um­­hverfis­mati væri lokið að fullu.

„ Með þeim hætti verði máls­­með­­ferð best háttað enda liggja þá niður­­­stöður ítar­­legra rann­­sókna, upp­­­lýsinga­öflunar og opin­bers sam­ráðs fyrir áður en sveitar­­stjórn tekur sínar veiga­­miklu stefnu­­markandi á­kvarðanir um land­nýtingu í gegnum Aðal­­­skipu­lag,“ segir í til­­lögu Kol­brúnar Ödu.

Deila áhyggjunum

Byggðar­ráð tók til­­löguna fyrir og á­kvað að fresta af­­greiðslu hennar fram í ágúst. Ráðið tekur þó undir á­hyggjur Kol­brúnar Ödu og segir ljóst að málið sé um­­­deilt.

Sveitar­­stjóra er nú falið að efna til í­búa­­könnunar um af­­stöðu íbúa til fyrir­­hugaðra fram­­kvæmda og spyrja hvort þeir séu hlynntir fyrir­­hugaðri breytingu á aðal­­­skipu­lagi eða mót­­fallnir hug­­myndinni um vindorku­ver á Mel­rakka­­sléttu.

Byggðar­ráðið felur sveitar­­stjóranum einnig að upp­­­lýsa þá sem ætlað er að sjá um fram­­kvæmdina við vindorku­verið um til­­lögu Kol­brúnar Ödu og stöðu mála. Sveitarstjóri Norðurþings er Kristján Þór Magnússon.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.