Innlent

Berg­þór sækist eftir endur­kjöri

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
BÓ - mynd
Miðflokkurinn

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins á fimmtudaginn. Bergþór Ólason, þingmaður leiðir listann í kjördæminu en hann var einnig oddviti flokksins í kjördæminu á síðasta kjörtímabili.

Sigurður Páll Jónsson sem setið hefur á þingi fyrir flokkinn sækist eftir endurkjöri og skipar annað sæti listans. Hin tuttugu og fjögurra ára gamla Finney Aníta Thelmudóttir kemur ný inn og skipar þriðja sæti listans.

Fjórða sætið skipar Ílóna Sif Ásgeirsdóttir. Í fimmta sæti er Högni Elfar Gylfason. Loks skipar Hákon Hermannsson sjötta sæti listans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.