Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Landlæknir segir að háls, nef- og eyrnalækni sem sviptur var starfsleyfi vegna fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða hafi skort faglega hæfni og dómgreind. Embættið mun á næstunni upplýsa sjúklinga og forráðamenn þeirra um málið.

Læknirinn hafði verið settur í bann við skurðstofuvinnu hjá Landspítalanum sem tilkynnti það ekki til landlæknis með þeim afleiðingum að hann starfaði áfram á einkarekinni sjúkrastofnun. Rætt verður við landlækni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður fjallað um mál tveggja flugumferðarstjóra sem hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins sem litið er mjög alvarlegum augum hjá Isavia.

Auk þess verður rætt við formann Landssamband lögreglumanna sem segir fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingu vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki verið fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Flamenco sýningu í kvöldfréttunum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×