Auglýsa eftir aukaleikurum á Hellu fyrir stórt Netflix-verkefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 22:00 Auglýst hefur verið eftir aukaleikurum frá Hellu til að taka þátt í framleiðslu á Netflix-þáttum. Vísir/Getty Auglýst hefur verið eftir aukaleikurum fyrir erlent verkefni á vegum Netflix á Facebook-síðu íbúa Hellu. Samkvæmt Facebook-færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 22-55 ára og um sjötugt. „Um er að ræða stórt og mikið verkefni og vafalaust spennandi að taka þátt í slíku. Því miður má ekki greina frá því hvaða þætti um ræðir í bili en lofa að áhugavert er það,“ skrifar íbúi á Hellu í færslunni. Samkvæmt færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára auk nokkurra annarra um sjötugt, með „frekar villimannslegt útlit,“ það er menn með úfið, sítt hár, óklippt og ólitað og ósnyrt skegg af öllum stærðum og gerðum. „Einnig leitum við að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára með hefðbundnar hárgreiðslur, ólitað hár með eða án skeggs,“ stendur í færslunni og þar segir engar tískuklippingar eða litað hár koma til greina. Þá er einnig leitað eftir konum á aldrinum 20-50 ára með náttúrulegt, sítt hár eða heillitað hár í náttúrulegum lit. „Augljós og áberandi tattoo ganga ekki upp. Ákveðnir búningar tilheyra umræddum hlutverkum, sumir eru fyrir mjög netta og aðrir búningar fyrir menn í betri holdum og fleiri þar á milli.“ Hver aukaleikari mun, samkvæmt færslunni, vera einn dag í tökum og fara tökurnar fram dagana 5. og 7. ágúst næstkomandi. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á eskimo@eskimo.is. Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Um er að ræða stórt og mikið verkefni og vafalaust spennandi að taka þátt í slíku. Því miður má ekki greina frá því hvaða þætti um ræðir í bili en lofa að áhugavert er það,“ skrifar íbúi á Hellu í færslunni. Samkvæmt færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára auk nokkurra annarra um sjötugt, með „frekar villimannslegt útlit,“ það er menn með úfið, sítt hár, óklippt og ólitað og ósnyrt skegg af öllum stærðum og gerðum. „Einnig leitum við að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára með hefðbundnar hárgreiðslur, ólitað hár með eða án skeggs,“ stendur í færslunni og þar segir engar tískuklippingar eða litað hár koma til greina. Þá er einnig leitað eftir konum á aldrinum 20-50 ára með náttúrulegt, sítt hár eða heillitað hár í náttúrulegum lit. „Augljós og áberandi tattoo ganga ekki upp. Ákveðnir búningar tilheyra umræddum hlutverkum, sumir eru fyrir mjög netta og aðrir búningar fyrir menn í betri holdum og fleiri þar á milli.“ Hver aukaleikari mun, samkvæmt færslunni, vera einn dag í tökum og fara tökurnar fram dagana 5. og 7. ágúst næstkomandi. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á eskimo@eskimo.is.
Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira