Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum Snorri Másson skrifar 7. júlí 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þjóðhátíðarlag ársins 1962 í Vikunni árið 2020. „Ég veit þú kemur í kvöld til mín...“ RÚV Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari. Þórólfur Guðnason er alls ekki eins spenntur og þjóðin fyrir þessari hugmynd og þvertekur raunar fyrir hana. „Það yrði engum greiði gerður, hvorki mér né þjóðhátíðargestum, að ég tæki þetta að mér. Það er alveg klárt,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Bryddað var upp á hugmyndinni á Twitter og hvar sem það hefur verið gert, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Logi Bergmann fjölmiðlamaður hefur fengið tæp 600 læk: „Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt.“ Hugmyndin um Þórólf á stóra sviðinu er ekki úr lausu lofti gripin, heldur hefur sóttvarnalæknir meira að segja gerst svo frægur að syngja þjóðhátíðarlög í beinni í Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það segir hann að brekkusöngur á Þjóðhátíð sé ekki í hans verkahring. „Ég get ýmislegt en þetta er bara ekki eitt af því sem ég gef mig út að gera,“ segir Þórólfur. „Í mínum huga er þetta bara grín ársins. Ég tek því bara sem slíku.“ Þórólfur ætlar að sögn ekki til Eyja um verslunarmannahelgina en var staddur á Goslokahátíð þar um helgina. Þjóðhátíðarnefnd hefur ekkert gefið upp um hver kunni að taka við keflinu af Ingó, en ýmsar tilgátur eru þó komnar fram. Til dæmis um að Hreimur Örn Heimisson taki þetta en lagið hans Lífið er yndislegt fagnar tuttugu ára stórafmæli í ár sem eitt vinsælasta þjóðhátíðarlag allra tíma. 13+ þúsund manns að syngja með Þórólfi er mjög flott og falleg hugmynd að mínu mati. Svona stór samkoma væri ómöguleg án hans hjálp. Finnst það mjög viðeigandi að hann fengi að stjórna brekkusöng í ár.— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 6, 2021 Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt— Logi Bergmann (@logibergmann) July 5, 2021 Er þetta ekki bara borðleggjandi dæmi?? Það sem þessi 15-20 þús manns í dalnum myndu öskursyngja sig í brekkusöngnum með þennan við stjórnvölinn pic.twitter.com/oT92Tm3ik5— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) July 4, 2021 Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34 Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Þórólfur Guðnason er alls ekki eins spenntur og þjóðin fyrir þessari hugmynd og þvertekur raunar fyrir hana. „Það yrði engum greiði gerður, hvorki mér né þjóðhátíðargestum, að ég tæki þetta að mér. Það er alveg klárt,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Bryddað var upp á hugmyndinni á Twitter og hvar sem það hefur verið gert, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Logi Bergmann fjölmiðlamaður hefur fengið tæp 600 læk: „Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt.“ Hugmyndin um Þórólf á stóra sviðinu er ekki úr lausu lofti gripin, heldur hefur sóttvarnalæknir meira að segja gerst svo frægur að syngja þjóðhátíðarlög í beinni í Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það segir hann að brekkusöngur á Þjóðhátíð sé ekki í hans verkahring. „Ég get ýmislegt en þetta er bara ekki eitt af því sem ég gef mig út að gera,“ segir Þórólfur. „Í mínum huga er þetta bara grín ársins. Ég tek því bara sem slíku.“ Þórólfur ætlar að sögn ekki til Eyja um verslunarmannahelgina en var staddur á Goslokahátíð þar um helgina. Þjóðhátíðarnefnd hefur ekkert gefið upp um hver kunni að taka við keflinu af Ingó, en ýmsar tilgátur eru þó komnar fram. Til dæmis um að Hreimur Örn Heimisson taki þetta en lagið hans Lífið er yndislegt fagnar tuttugu ára stórafmæli í ár sem eitt vinsælasta þjóðhátíðarlag allra tíma. 13+ þúsund manns að syngja með Þórólfi er mjög flott og falleg hugmynd að mínu mati. Svona stór samkoma væri ómöguleg án hans hjálp. Finnst það mjög viðeigandi að hann fengi að stjórna brekkusöng í ár.— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 6, 2021 Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt— Logi Bergmann (@logibergmann) July 5, 2021 Er þetta ekki bara borðleggjandi dæmi?? Það sem þessi 15-20 þús manns í dalnum myndu öskursyngja sig í brekkusöngnum með þennan við stjórnvölinn pic.twitter.com/oT92Tm3ik5— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) July 4, 2021
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34 Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34
Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48