Innlent

Réðust inn á heimili og slógu hús­ráðanda með spýtu

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum útköllum í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum útköllum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um aðila sem réðust inn á heimili í hverfi 108 í Reykjavík með spýtu á lofti. Húsráðandi náði að verjast mönnunum og hafði samband við lögreglu, en þegar hana bar að garði voru mennirnir farnir.

Í dagbók lögreglu segir að húsráðandi hafi verið með áverka víðsvegar um líkamann eftir árásina og er málið nú í rannsókn.

Einnig segir frá því að tilkynnt hafi verið um erlendan mann við drykkju inni á bar með lítið barn sér við hlið í hverfi 104 í Reykjavík. Við afskipti lögreglu hafi maðurinn brugðist illur við og veitt mótþróa. Við handtöku bar hann stóran hníf og ætluð fíkniefni. Barnavernd tók við barninu.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá að líkamsárás hafi verið framin í hverfi 105 og þá hafi lögregla þurft að sinna verkefnum tengdum „öldauðum“ mönnum í Hjartagarðinum, á horni Klapparstígs og Laugavegar og svo í Hafnarfirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×