Innlent

Lögreglan vill losna við páfagauk

Eiður Þór Árnason skrifar
Gulgræni gaukurinn virkar frekar lúinn. 
Gulgræni gaukurinn virkar frekar lúinn.  Lögreglan

Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að eiganda þreytulegs páfagauks sem er nú í fórum embættisins.

Að sögn laganna varða fékk fuglinn far með góðhjörtuðum vegfaranda sem kom með hann á lögreglustöðina á Akureyri. 

Frá þessu er greint á Facebook-síðu embættisins en gaukurinn mun hafa fundist í vestanverðum Kjarnaskógi. Eigandi hans er hvattur til að koma við á lögreglustöðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×