Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2021 21:52 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist engin teikn sjá um að gosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. Þorvaldur Þórðarson ræddi eldgosið á Reykjanesi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að gosið sé að klárast segir hann ekki neitt benda til þess enda sé enn stöðugt hraunflæði í gosinu sem heldur áfram jafnt og þétt. Stundum er flæðið undir skorpunni sem þá lyftist upp og stundum er yfirborðsflæði í til dæmis Nátthaga og Geldingadölum. Engu breytir um virkni eldgossins að gígurinn sé í öðrum fasa. „Gígurinn hefur breytt um fasa einu sinni enn, núna eru að koma lengri pásur í þessari sjáanlegu virkni í gígnum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir upplýsingar um hraunflæði fást úr hitanæmum myndavélum gervitungla. Þær sýna farvegi hraunsins hvort sem þeir eru sjáanlegir á yfirborðinu eða ekki. Hins vegar er ómögulegt að greina neðanjarðarfarvegi þegar mikið yfirborðsflæði hrauns er enda mettast hitanemar gervitunglanna, hverjum er ekki ætlað að nema svo mikinn hita. Enn langt í að hraunið flæði yfir Suðurstrandarveg Þorvaldur segir hraunflæðið enn þá vera bak við stífluna í Nátthaga svo ekki sé hætta á að hraunið flæði yfir Suðurstrandaveg í bráð. „Það þarf allavega einhverja fjóra metra í viðbót áður en það fer yfir stífluna svo það er talsvert í það,“ segir hann. Hann segir þó það eina sem geti komið í veg fyrir að hraunið fari yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála vera að gosið hætti. Einungis séu vikur eða mánuðir í að hraunið nái þangað. Aðspurður um hugmyndir um að reisa einhverskonar mannvirki til að verja Suðurstrandarveg gegn hraunflæði segir Þorvaldur: „Mér finnst alveg þess virði að skoða allt svona. Í raun og veru er þetta tiltölulega einföld jafna, ef það er ávinningur af því, ef við höldum Suðurstrandarvegi opnum sem skiptir máli ekki bara fyrir einstök byggðarlög heldur flutninga og annað í landinu og það kostar pening að byggja vegi. Ef svona aðgerð sparar okkur pening þá eigum við að fara í hana.“ Gosmóðan ekki sambærileg móðuharðindum Spurður út í gosmóðuna sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hvort megi líkja henni saman við móðuharðindin segir Þorvaldur að kalla megi móðuna „minimóðuharðindi“ með mikilli áherslu á smækkunarforskeytið. „Í móðuharðindunum vorum við með á hverjum degi útstreymi brennisteinsdíoxíð á skalanum nokkur hundruð þúsund til milljón tonn. Núna erum við með svona fjögur þúsund tonn,“ segir Þorvaldur. Hann segir samt sem áður að styrkur mengunarinnar aukist eftir því sem nær kemur gosstöðvunum og að Reykjavík sé nokkuð nálægt þeim. Því megi búast við því að fólk finni fyrir menguninni á stórreykjavíkursvæðinu. Því eigi fólk að hafa það í huga, ef það sér móðu, að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við að hafa glugga lokaða. Það sem kemur upp úr gígnum er brennisteinsdíoxíð sem síðan hvarfast við vatnsgufu í andrúmsloftinu og myndar brennisteinssýru. „Bara orðið sýra ætti að segja okkur nóg, þetta er ekkert sérstaklega hollt,“ segir Þorvaldur. Landslag verði tilkomumikið eftir eldgosið. Þorvaldur segir engan vafa á því að eldgosið sé að mynda hella sem munu minna á hella á borð við Raufarhólshelli og Surtshelli. „Ef það heldur áfram mjög lengi, ef við erum að tala um áratugi frekar en ár þá náttúrulega endar með því að það býr til fjall þarna. Hversu hátt það er fer eftir því hversu lengi gosið stendur yfir,“ segir Þorvaldur. Þá nefnir hann sem dæmi að með núverandi flæði hrauns í eldgosinu tæki það um fimmtíu ár að búa til fjall á stærð við Skjaldbreið. Hlýða má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan: Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson ræddi eldgosið á Reykjanesi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að gosið sé að klárast segir hann ekki neitt benda til þess enda sé enn stöðugt hraunflæði í gosinu sem heldur áfram jafnt og þétt. Stundum er flæðið undir skorpunni sem þá lyftist upp og stundum er yfirborðsflæði í til dæmis Nátthaga og Geldingadölum. Engu breytir um virkni eldgossins að gígurinn sé í öðrum fasa. „Gígurinn hefur breytt um fasa einu sinni enn, núna eru að koma lengri pásur í þessari sjáanlegu virkni í gígnum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir upplýsingar um hraunflæði fást úr hitanæmum myndavélum gervitungla. Þær sýna farvegi hraunsins hvort sem þeir eru sjáanlegir á yfirborðinu eða ekki. Hins vegar er ómögulegt að greina neðanjarðarfarvegi þegar mikið yfirborðsflæði hrauns er enda mettast hitanemar gervitunglanna, hverjum er ekki ætlað að nema svo mikinn hita. Enn langt í að hraunið flæði yfir Suðurstrandarveg Þorvaldur segir hraunflæðið enn þá vera bak við stífluna í Nátthaga svo ekki sé hætta á að hraunið flæði yfir Suðurstrandaveg í bráð. „Það þarf allavega einhverja fjóra metra í viðbót áður en það fer yfir stífluna svo það er talsvert í það,“ segir hann. Hann segir þó það eina sem geti komið í veg fyrir að hraunið fari yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála vera að gosið hætti. Einungis séu vikur eða mánuðir í að hraunið nái þangað. Aðspurður um hugmyndir um að reisa einhverskonar mannvirki til að verja Suðurstrandarveg gegn hraunflæði segir Þorvaldur: „Mér finnst alveg þess virði að skoða allt svona. Í raun og veru er þetta tiltölulega einföld jafna, ef það er ávinningur af því, ef við höldum Suðurstrandarvegi opnum sem skiptir máli ekki bara fyrir einstök byggðarlög heldur flutninga og annað í landinu og það kostar pening að byggja vegi. Ef svona aðgerð sparar okkur pening þá eigum við að fara í hana.“ Gosmóðan ekki sambærileg móðuharðindum Spurður út í gosmóðuna sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hvort megi líkja henni saman við móðuharðindin segir Þorvaldur að kalla megi móðuna „minimóðuharðindi“ með mikilli áherslu á smækkunarforskeytið. „Í móðuharðindunum vorum við með á hverjum degi útstreymi brennisteinsdíoxíð á skalanum nokkur hundruð þúsund til milljón tonn. Núna erum við með svona fjögur þúsund tonn,“ segir Þorvaldur. Hann segir samt sem áður að styrkur mengunarinnar aukist eftir því sem nær kemur gosstöðvunum og að Reykjavík sé nokkuð nálægt þeim. Því megi búast við því að fólk finni fyrir menguninni á stórreykjavíkursvæðinu. Því eigi fólk að hafa það í huga, ef það sér móðu, að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við að hafa glugga lokaða. Það sem kemur upp úr gígnum er brennisteinsdíoxíð sem síðan hvarfast við vatnsgufu í andrúmsloftinu og myndar brennisteinssýru. „Bara orðið sýra ætti að segja okkur nóg, þetta er ekkert sérstaklega hollt,“ segir Þorvaldur. Landslag verði tilkomumikið eftir eldgosið. Þorvaldur segir engan vafa á því að eldgosið sé að mynda hella sem munu minna á hella á borð við Raufarhólshelli og Surtshelli. „Ef það heldur áfram mjög lengi, ef við erum að tala um áratugi frekar en ár þá náttúrulega endar með því að það býr til fjall þarna. Hversu hátt það er fer eftir því hversu lengi gosið stendur yfir,“ segir Þorvaldur. Þá nefnir hann sem dæmi að með núverandi flæði hrauns í eldgosinu tæki það um fimmtíu ár að búa til fjall á stærð við Skjaldbreið. Hlýða má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan:
Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira