Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2021 14:24 Lögreglumenn í Hong Kong standa vakt við minningarskjöld um mótmælandann. Getty7Leung Man Hei Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. Mótmælandinn, sem var fimmtugur, réðst á lögreglumann á fimmtudag og stakk hann með hníf. Lögregla segir að maðurinn hafi í kjölfarið tekið eigið líf. Lögreglumaðurinn, sem er 28 ára gamall, hlaut alvarlega áverka í árásinn en árásarmanninum tókst að stinga hann í lungað. Lögreglumaðurinn liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi að sögn staðarmiðla. Yfirvöld hafa gefið út að árásarmaðurinn, sem fjölmiðlar hafa nafngreint sem Leung Kin-fai, hafi einsamall komið að árásinni. Litið sé á hana sem hryðjuverk og að Leung hafi verið pólitískur öfgamaður. Yfirvöld hafa kennt andófsmönnum Kína um pólitískar skoðanir Leungs. Árásin átti sér stað daginn sem 24 ár voru liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong, eftir tæplega 100 ára yfirráð. Þúsundir lögreglumanna höfðu verið sendir á götur út til að koma í veg fyrir að fjöldamótmæli brytust út. Á fimmtudag var einnig liðið ár frá því að umdeild öryggislög voru tekin í gildi í Hong Kong. Lögin eru sögð til þess gerð að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfingu Hong Kong en samkvæmt lögunum má ekki tala gegn kínverska ríkinu eða grafa undan því á nokkurn hátt. Lögunum hefur verið lýst sem mikilli forræðishyggju og í anda einræðisstjórnar og stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa notað þau í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfingu Hong Kong sem fór mikinn sumarið 2019. Hong Kong Tengdar fréttir Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Mótmælandinn, sem var fimmtugur, réðst á lögreglumann á fimmtudag og stakk hann með hníf. Lögregla segir að maðurinn hafi í kjölfarið tekið eigið líf. Lögreglumaðurinn, sem er 28 ára gamall, hlaut alvarlega áverka í árásinn en árásarmanninum tókst að stinga hann í lungað. Lögreglumaðurinn liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi að sögn staðarmiðla. Yfirvöld hafa gefið út að árásarmaðurinn, sem fjölmiðlar hafa nafngreint sem Leung Kin-fai, hafi einsamall komið að árásinni. Litið sé á hana sem hryðjuverk og að Leung hafi verið pólitískur öfgamaður. Yfirvöld hafa kennt andófsmönnum Kína um pólitískar skoðanir Leungs. Árásin átti sér stað daginn sem 24 ár voru liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong, eftir tæplega 100 ára yfirráð. Þúsundir lögreglumanna höfðu verið sendir á götur út til að koma í veg fyrir að fjöldamótmæli brytust út. Á fimmtudag var einnig liðið ár frá því að umdeild öryggislög voru tekin í gildi í Hong Kong. Lögin eru sögð til þess gerð að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfingu Hong Kong en samkvæmt lögunum má ekki tala gegn kínverska ríkinu eða grafa undan því á nokkurn hátt. Lögunum hefur verið lýst sem mikilli forræðishyggju og í anda einræðisstjórnar og stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa notað þau í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfingu Hong Kong sem fór mikinn sumarið 2019.
Hong Kong Tengdar fréttir Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04