Nokkrir sjálfboðaliðar komu hengibrú upp í óbyggðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2021 16:08 Steinn Hrútur Eiríksson er meðal þeirra sem kom brúni upp. arnar halldórsson Hópur sjálfboðaliða gaf vinnu sína og kom upp 29 metra langri hengibrú í óbyggðum í Lónsöræfum. Vinnan tók 22 daga og segir sjálfboðaliði verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hafi komist í. Hugmyndina að göngubrúnni fékk Gunnlaugur Benedikt Ólafsson á Stafafelli sem sótti um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamálastaða og fékk úthlutaðar sjö milljónir. „Þetta er hluti af hans hugmynd um að opna gönguleið sem hann kallar Austurstræti. Og er gullfalleg leið þarna inn frá en vandamálið er að þarna eru nokkrar ár sem eru erfiðar,“ sagði Steinn Hrútur Eiríksson, eigandi Brimuxa. Hluti hópsins við uppsetningu í óbyggðum.Steinn hrútur eiríksson Uppsetning tók 22 daga Var því ákveðið að ráðast í smíði á hengibrú yfir Víðidalsá. Styrkurinn dugði fyrir verkstæðisvinnu og byggingarefni en þá stóð uppsetning brúarinnar eftir. Steinn ásamt tólf öðrum settu hana upp í sjálfboðaliðastarfi. „Við buðumst til að setja hana upp í okkar frítíma. Þetta endaði með einhverjum 22 löngum vinnudögum inni á fjöllum í fyrrasumar með okkar fólki. Slatta af sjálfboðaliðum sem komu með okkur og varð úr þessu yndislegt frí, skemmtilegt.“ Verkefnið var þó krefjandi enda svæðið langt frá byggð og samgöngur engar. Ákveðið var að hafa hengibrúna eins einfalda og hægt væri vegna erfiðra aðstæðna við flutninga langt inn í óbyggðir. „Ef okkur vantaði eitthvað þá tók fimm tíma að labba að Illakamb. Þaðan þurfti að bera allt. Þannig það tók sex til sjö tíma að komast í næstu búð þannig það var langur dagur ef það vantaði eitthvað,“ sagði Steinn. Hópurinn borðar kvöldmat eftir langan vinnudag.steinn hrútur eiríksson Brúin sem er um 29 metra löng og opnar leið austur eftir og inn í dalina sem snúa að Álftafirði. Steinn segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur tekið þátt í og er hópurinn hvergi nærri hættur. „Ég reikna með að við höldum áfram næsta vetur og næsta sumar að ráðast í næstu brú sem verður minni en opnar svæðið enn frekar.“ Við uppsetningu.steinn hrútur eiríksson Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hugmyndina að göngubrúnni fékk Gunnlaugur Benedikt Ólafsson á Stafafelli sem sótti um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamálastaða og fékk úthlutaðar sjö milljónir. „Þetta er hluti af hans hugmynd um að opna gönguleið sem hann kallar Austurstræti. Og er gullfalleg leið þarna inn frá en vandamálið er að þarna eru nokkrar ár sem eru erfiðar,“ sagði Steinn Hrútur Eiríksson, eigandi Brimuxa. Hluti hópsins við uppsetningu í óbyggðum.Steinn hrútur eiríksson Uppsetning tók 22 daga Var því ákveðið að ráðast í smíði á hengibrú yfir Víðidalsá. Styrkurinn dugði fyrir verkstæðisvinnu og byggingarefni en þá stóð uppsetning brúarinnar eftir. Steinn ásamt tólf öðrum settu hana upp í sjálfboðaliðastarfi. „Við buðumst til að setja hana upp í okkar frítíma. Þetta endaði með einhverjum 22 löngum vinnudögum inni á fjöllum í fyrrasumar með okkar fólki. Slatta af sjálfboðaliðum sem komu með okkur og varð úr þessu yndislegt frí, skemmtilegt.“ Verkefnið var þó krefjandi enda svæðið langt frá byggð og samgöngur engar. Ákveðið var að hafa hengibrúna eins einfalda og hægt væri vegna erfiðra aðstæðna við flutninga langt inn í óbyggðir. „Ef okkur vantaði eitthvað þá tók fimm tíma að labba að Illakamb. Þaðan þurfti að bera allt. Þannig það tók sex til sjö tíma að komast í næstu búð þannig það var langur dagur ef það vantaði eitthvað,“ sagði Steinn. Hópurinn borðar kvöldmat eftir langan vinnudag.steinn hrútur eiríksson Brúin sem er um 29 metra löng og opnar leið austur eftir og inn í dalina sem snúa að Álftafirði. Steinn segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur tekið þátt í og er hópurinn hvergi nærri hættur. „Ég reikna með að við höldum áfram næsta vetur og næsta sumar að ráðast í næstu brú sem verður minni en opnar svæðið enn frekar.“ Við uppsetningu.steinn hrútur eiríksson
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira