Innlent

Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng.

Djammið er á einu máli: Þetta er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin.

Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Hugmyndin kom upphaflega fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg, og lögreglumenn sögðu hana áhugaverða.

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar og samkvæmt athugunum fréttastofu er þetta útbreidd afstaða.


Tengdar fréttir

Við­töl af djamminu: „Fokk Covid“

Mikil gleði og léttir ein­kenndu and­rúms­loftið í mið­bænum í nótt þegar frétta­menn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.