Líklega endurbólusett með öðru en Janssen Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 13:10 Guðrún Aspelund segir að verið sé að skoða hvort fólk sem var bólusett með Janssen þurfi að fá bóluefni frá öðrum framleiðanda. Vísir/Sigurjón Embætti landlæknis hefur það til skoðunar hvort fólk með bóluefni frá Janssen þurfi á endurbólusetningu að halda. Yfirlæknir á sóttvarnasviði embættisins segir að næsti skammtur verði þá af öðru bóluefni en Janssen. Greint var frá því í vikunni að rannsóknir bendi til þess að þeir sem hafi fengið bóluefni frá Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Aðeins ein sprauta hefur verið gefin af Janssen á meðan þær eru tvær af öðrum bóluefnum. Þeir sem fá Janssen teljast hins vegar enn sem komið er full bólusettir, en áhyggjur hafa verið um að bóluefnið kunni ekki að virka eins vel á hið svokallaða Delta-afbrigði veirunnar. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, segir það til skoðunar að endurbólusetja þennan hóp fólks. „Þetta er í skoðun og hefur verið í skoðun,” segir Guðrún. „Janssen bóluefnið er samt sem áður mjög gott til að verjast alvarlegum sýkingum og innlögnum en af því það er ein sprauta miðað við tvær sprautur af t.d Astra Zeneca sem er sambærilegt bóluefni og það hafa komið út rannsóknir sem sýna það að tvær sprautur veita betri vörn heldur en ein að þá er þetta í skoðun. Það er alveg hugsanlegt að þeir sem hafa fengið eina sprautu af Janssen verði boðin seinni sprauta.” Hugsanlegt sé að fólk fái annað bóluefni en Janssen. „Þetta yrði þá ekki fyrr en að eftir einhverjum tíma liðnum eftir fyrri sprautuna það er ekki eitthvað sem þarf að gera akkúrat núna það eru einnig rannsóknir í gangi á þessu enn þá og síðan þarf að taka ákvörðun hvað langur tími á að líða á milli og hvaða bóluefni yrði þá notað,” segir hún. Þannig að hugsanlega verður seinni sprautan ekki frá framleiðanda Janssen? „Nei,hugsanlega ekki,” svarar Guðrún. Um níutíu prósent fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 72 prósent eru fullbólusett. Alls hafa 223.719 einstaklingar verið fullbólusettir og 38.332 hafa fengið einn skammt. Næstum allir á aldrinum 70 ára og eldri hafa verið fullbólusettir, nærri 90 prósent 60 til 69 ára og um 80 prósent 40 til 59 ára. Um 60 prósent 16 til 29 ára hafa verið bólusett og 65 prósent 30 til 39 ára. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að rannsóknir bendi til þess að þeir sem hafi fengið bóluefni frá Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Aðeins ein sprauta hefur verið gefin af Janssen á meðan þær eru tvær af öðrum bóluefnum. Þeir sem fá Janssen teljast hins vegar enn sem komið er full bólusettir, en áhyggjur hafa verið um að bóluefnið kunni ekki að virka eins vel á hið svokallaða Delta-afbrigði veirunnar. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, segir það til skoðunar að endurbólusetja þennan hóp fólks. „Þetta er í skoðun og hefur verið í skoðun,” segir Guðrún. „Janssen bóluefnið er samt sem áður mjög gott til að verjast alvarlegum sýkingum og innlögnum en af því það er ein sprauta miðað við tvær sprautur af t.d Astra Zeneca sem er sambærilegt bóluefni og það hafa komið út rannsóknir sem sýna það að tvær sprautur veita betri vörn heldur en ein að þá er þetta í skoðun. Það er alveg hugsanlegt að þeir sem hafa fengið eina sprautu af Janssen verði boðin seinni sprauta.” Hugsanlegt sé að fólk fái annað bóluefni en Janssen. „Þetta yrði þá ekki fyrr en að eftir einhverjum tíma liðnum eftir fyrri sprautuna það er ekki eitthvað sem þarf að gera akkúrat núna það eru einnig rannsóknir í gangi á þessu enn þá og síðan þarf að taka ákvörðun hvað langur tími á að líða á milli og hvaða bóluefni yrði þá notað,” segir hún. Þannig að hugsanlega verður seinni sprautan ekki frá framleiðanda Janssen? „Nei,hugsanlega ekki,” svarar Guðrún. Um níutíu prósent fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 72 prósent eru fullbólusett. Alls hafa 223.719 einstaklingar verið fullbólusettir og 38.332 hafa fengið einn skammt. Næstum allir á aldrinum 70 ára og eldri hafa verið fullbólusettir, nærri 90 prósent 60 til 69 ára og um 80 prósent 40 til 59 ára. Um 60 prósent 16 til 29 ára hafa verið bólusett og 65 prósent 30 til 39 ára.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira