Innlent

Nærri 90 prósent fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skipulögðum bólusetningum er lokið í bili, að minnsta kosti fram í miðjan ágúst.
Skipulögðum bólusetningum er lokið í bili, að minnsta kosti fram í miðjan ágúst.

Nú þegar skipulagðar bólusetningar eru komnar í „sumarfrí“ hafa nærri 90 prósent Íslendinga 16 ára og eldri fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 og 72,2 prósent eru fullbólusett.

Bólusetningar verða hafnar að nýju um miðjan ágúst en þá með breyttu fyrirkomulagi sem verður auglýst þegar nær dregur.

Alls hafa 223.719 einstaklingar verið fullbólusettir og 38.332 hafa fengið einn skammt.

Næstum allir á aldrinum 70 ára og eldri hafa verið fullbólusettir, nærri 90 prósent 60 til 69 ára og um 80 prósent 40 til 59 ára. Um 60 prósent 16 til 29 ára hafa verið bólusett og 65 prósent 30 til 39 ára.

Ef horft er til dreifingar bólusettra á landinu eftir lögheimili, er hún afar jöfn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×