Innlent

Nýtt gos­op hefur opnast utan í gígnum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá hraun spýtast út um nýja opið utan í gígnum í Fagradalsfjalli.
Hér má sjá hraun spýtast út um nýja opið utan í gígnum í Fagradalsfjalli. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands

Nýtt gosop hefur opnast utan í gígnum á Fagradalsfjalli og virðist það hafa gerst rétt fyrir um klukkan tíu í kvöld. Hraun er aftur farið að streyma úr gígnum en gosórói minnkaði töluvert fyrr í dag og sást varla í jarðeld.

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar á Facebook að sennilegast hafi kvika fundið sér leið upp um veikleika í gígnum, þar sem nú má sjá hraun spýtast upp. Líklegast sé að bráðin sem komi þarna upp sé úr sömu gosrás og sú sem kemur upp innan gígsins.

Það má rétt sjá glitta í nýja opið á vefmyndavél Vísis á Fagradalsfjalli en hraun rennur stríðum straumi úr gígnum, sem það gerði ekki fyrir tveimur tímum síðan þegar aftur fór að glitta í jarðeld í gígnum.

Gosið er afar tilkomumikið enda himininn nokkuð dökkur fyrir ofan gosstöðvarnar.

Hægt er að fylgjast með eldgosinu í vefmyndavél Vísis í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Gosið enn á ný að skipta um gír

Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að skipta um takt og mælist nú nánast enginn gosórói, eftir mikil læti í nótt. Það er þó engin vísbending um endalok gossins, að sögn jarðeðlisfræðings.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.