Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 13:28 Tímamótadómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna. Með dómi Hæstaréttar í dag var dómur Landsréttar um sýknu kaupanda af öllum kröfum seljenda íbúðarinnar staðfestur. Seljendur íbúðarinnar höfðuðu mál til greiðslu eftirstöðva kaupverðs en þær nema einni milljón króna. Kaupandi neitaði að greiða þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu. Seljendur íbúðarinnar höfðu átt í miklum samskiptaörðuleikum við nágrannann og vissu því mætavel af galla á íbúðinni. Samkvæmt fasteignakaupalögum hvílir fortakslaus skylda á seljendum fasteigna að upplýsa kaupendur um galla sem þeir hafa vitneskju um. Stórundarleg hegðun nágranna er ástæða málaferlanna Nágranninn er sagður hafa sýnt af sér óvenjulega háttsemi, svo sem með því að skilja eftir sig á ýmsum stöðum í húsinu miða með óskiljanlegum skilaboðum og rifin dagblöð sem á voru ritaðir tölustafir og talnarunur, kasta salernispappír á lóðina, kríta á stéttir við húsið, færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorð að öðrum íbúum hússins. Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að öðrum seljandanum utandyra við húsið og sló hana tvívegis með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini og upp að gagnauga og var aum viðkomu þar. Fyrirvari um samskiptavanda ekki næg viðvörun Seljendur settu fyrirvara um samskiptavanda við nágrannann í kaupsamning aðila og töldu það vera næga viðvörun til að uppfylla upplýsingaskyldu sinni. Þá töldu seljendur að kaupandi hafi vanrækt skoðunarskyldu sína með því að rannsaka ekki betur hvað fólst í umræddum samskiptavanda. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað seljenda og taldi fyrirvarann ekki uppfylla upplýsingaskyldu þeirra. Þá taldi dómurinn að kaupandi hafi uppfyllt skoðunarskyldu sína þegar hún spurði seljendur og fasteignasala út í nágrannaerjurnar. Sem áður segir var kaupandi sýknaður af öllum kröfum seljenda. Seljendur voru jafnframt dæmdir til að greiða kaupanda 800 þúsund krónur í málskostnað. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Dómsmál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar í dag var dómur Landsréttar um sýknu kaupanda af öllum kröfum seljenda íbúðarinnar staðfestur. Seljendur íbúðarinnar höfðuðu mál til greiðslu eftirstöðva kaupverðs en þær nema einni milljón króna. Kaupandi neitaði að greiða þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu. Seljendur íbúðarinnar höfðu átt í miklum samskiptaörðuleikum við nágrannann og vissu því mætavel af galla á íbúðinni. Samkvæmt fasteignakaupalögum hvílir fortakslaus skylda á seljendum fasteigna að upplýsa kaupendur um galla sem þeir hafa vitneskju um. Stórundarleg hegðun nágranna er ástæða málaferlanna Nágranninn er sagður hafa sýnt af sér óvenjulega háttsemi, svo sem með því að skilja eftir sig á ýmsum stöðum í húsinu miða með óskiljanlegum skilaboðum og rifin dagblöð sem á voru ritaðir tölustafir og talnarunur, kasta salernispappír á lóðina, kríta á stéttir við húsið, færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorð að öðrum íbúum hússins. Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að öðrum seljandanum utandyra við húsið og sló hana tvívegis með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini og upp að gagnauga og var aum viðkomu þar. Fyrirvari um samskiptavanda ekki næg viðvörun Seljendur settu fyrirvara um samskiptavanda við nágrannann í kaupsamning aðila og töldu það vera næga viðvörun til að uppfylla upplýsingaskyldu sinni. Þá töldu seljendur að kaupandi hafi vanrækt skoðunarskyldu sína með því að rannsaka ekki betur hvað fólst í umræddum samskiptavanda. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað seljenda og taldi fyrirvarann ekki uppfylla upplýsingaskyldu þeirra. Þá taldi dómurinn að kaupandi hafi uppfyllt skoðunarskyldu sína þegar hún spurði seljendur og fasteignasala út í nágrannaerjurnar. Sem áður segir var kaupandi sýknaður af öllum kröfum seljenda. Seljendur voru jafnframt dæmdir til að greiða kaupanda 800 þúsund krónur í málskostnað.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Dómsmál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira