Héldu á villtum kópi fyrir sjálfsmynd: „Getur valdið dýrinu miklum skaða" Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. júlí 2021 12:13 Kópurinn var villtur, ólíkt þessum á myndinni sem er tekin í Húsdýragarðinum. vísir/vilhelm Líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands segir að fólk eigi alls ekki að nálgast villta selkópa, hvað þá að halda á þeim fyrir góða sjálfsmynd eins og gerðist síðustu helgi í Reyðarfirði. Það geti hreinlega orðið til þess að urtan yfirgefi þá og þeir drepist í kjölfarið. Náttúrustofu Austurlands barst tilkynning frá umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar síðasta sunnudag um selkóp í Reyðarfirði sem hafði orðið fyrir mikilli truflun frá fólki. Það hafði farið upp á honum til að klappa honum, mynda sig með honum og jafnvel halda á honum. Fyrst var greint frá þessu á vef Austurfrétta en Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur segir í samtali við Vísi að hættan við að kjassast utan í villtum dýrum með þessum hætti sé tvíþætt: „Annars vegar er alltaf hættan á því að fólk geti skaðað sig sjálft,“ segir Helgi og á þá við að dýrið geti bitið menn. „En hitt er svo að þetta getur valdið dýrinu miklum skaða. Í svona tilfellum þegar menn nálgast selkópa þá geta þeir fælt urtuna í burtu. Þarna var stanslaus traffík af fólki sem getur valdið því að hún fælist.“ Kópur drapst í fyrra vegna ágangs manna Hann segir að sambærilegt atvik hafi komið upp í fyrra á Eskifirði. „Þar var kópur í fjöru fyrir innan bæjarmörkin sem fékk ekki að vera í friði. Að öllum líkindum yfirgaf urtan hann bara.“ Hálfdán segir skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af og vilji hjálpa dýri sem virðist umkomulaust eins og selkópar geta litið út fyrir að vera. Það skýrist þó oftast af því að urtan er lengi í burtu og skilur kópinn eftir á meðan. Fólk eigi alls ekki að taka málin í sínar hendur þegar það sér villt dýr sem það telur vera hjálparþurfi, það eigi ekki aðeins við um kópa. „Fólk verður að hringja lögregluna og hún setur þá af stað verkferil með MAST (Matvælastofnun) og alls ekki að ganga sjálft í málin og alls ekki að taka dýrin í fóstur.“ Svo virðist sem allt hafi farið vel á endanum í Reyðarfirði en Hálfdán segir það síðustu fréttir sem hann hafi fengið af kópnum hafi verið jákvæðar. Umhverfisfulltrúinn hefur fylgst með honum og sá hann síðast stinga sér til sunds til að sækja sér fisk. „Þannig þetta hefur að öllum líkindum endað vel hjá þessum,“ segir Hálfdán sem telur þetta til marks um að kópurinn geti séð um sig sjálfur að einhverju leyti. Hann telur þá jafnvel að urtan sé ekki langt undan og að hún hafi jafnvel komið til að vitja kópsins á næturnar þó ekkert hefur sést til hennar á daginn. Dýr Fjarðabyggð Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Náttúrustofu Austurlands barst tilkynning frá umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar síðasta sunnudag um selkóp í Reyðarfirði sem hafði orðið fyrir mikilli truflun frá fólki. Það hafði farið upp á honum til að klappa honum, mynda sig með honum og jafnvel halda á honum. Fyrst var greint frá þessu á vef Austurfrétta en Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur segir í samtali við Vísi að hættan við að kjassast utan í villtum dýrum með þessum hætti sé tvíþætt: „Annars vegar er alltaf hættan á því að fólk geti skaðað sig sjálft,“ segir Helgi og á þá við að dýrið geti bitið menn. „En hitt er svo að þetta getur valdið dýrinu miklum skaða. Í svona tilfellum þegar menn nálgast selkópa þá geta þeir fælt urtuna í burtu. Þarna var stanslaus traffík af fólki sem getur valdið því að hún fælist.“ Kópur drapst í fyrra vegna ágangs manna Hann segir að sambærilegt atvik hafi komið upp í fyrra á Eskifirði. „Þar var kópur í fjöru fyrir innan bæjarmörkin sem fékk ekki að vera í friði. Að öllum líkindum yfirgaf urtan hann bara.“ Hálfdán segir skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af og vilji hjálpa dýri sem virðist umkomulaust eins og selkópar geta litið út fyrir að vera. Það skýrist þó oftast af því að urtan er lengi í burtu og skilur kópinn eftir á meðan. Fólk eigi alls ekki að taka málin í sínar hendur þegar það sér villt dýr sem það telur vera hjálparþurfi, það eigi ekki aðeins við um kópa. „Fólk verður að hringja lögregluna og hún setur þá af stað verkferil með MAST (Matvælastofnun) og alls ekki að ganga sjálft í málin og alls ekki að taka dýrin í fóstur.“ Svo virðist sem allt hafi farið vel á endanum í Reyðarfirði en Hálfdán segir það síðustu fréttir sem hann hafi fengið af kópnum hafi verið jákvæðar. Umhverfisfulltrúinn hefur fylgst með honum og sá hann síðast stinga sér til sunds til að sækja sér fisk. „Þannig þetta hefur að öllum líkindum endað vel hjá þessum,“ segir Hálfdán sem telur þetta til marks um að kópurinn geti séð um sig sjálfur að einhverju leyti. Hann telur þá jafnvel að urtan sé ekki langt undan og að hún hafi jafnvel komið til að vitja kópsins á næturnar þó ekkert hefur sést til hennar á daginn.
Dýr Fjarðabyggð Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira