Vegir eru byrjaðir að gefa undan vatnsflaumnum.Vísir/Erla
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar frá því í kvöld. Hún segir hugsanlegt að ár geti rofið vegi og skemmt brýr. Íbúar á Akureyri eru jafnframt beðnir um að vera ekki á ferðinni á göngustígum og í lægðum í kring um Glerá.
Hér má sjá hvernig farið er að brotna úr veginum.Vísir/Erla
„Nú þegar er búið að loka brúnum við Þverá í Eyjafirði og einnig við Möðruvelli, þar sem Eyjafjarðarbraut eystri og vestri mætast. Sem varúðarráðstöfun eru því íbúar að vera ekki á ferðinni að óþörfu á vegum og sýna aðgát kringum ár og vötn,“ segir í færslunni.
Gríðarlegur straumur er í ám á Norðurlandi.Vísir/Erla
Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.