Innlent

Guðni full­bólu­settur og hvetur fólk til að styðja bólu­setningar­her­ferð Unicef

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Guðni fékk seinni bóluefnasprautuna klæddur bol íslenska Ólympíuliðsins á Ólympíuleikunum í Rio De Janeiro árið 2016.
Guðni fékk seinni bóluefnasprautuna klæddur bol íslenska Ólympíuliðsins á Ólympíuleikunum í Rio De Janeiro árið 2016. Facebook/Forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk í dag síðari sprautu bóluefnis AstraZeneca í dag. Þessu greinir hann frá á Facebook og skrifar að hann sé nú í hópi ríflega 65 prósenta Íslendinga sem eru orðnir fullbólusettir.

„Létt var yfir fólki í Laugardalshöllinni og fagleg framganga starfsfólks vakti aðdáun og traust. Við megum gleðjast yfir þeim góða árangri sem fengist hefur með samstilltu átaki hér heima en munum um leið að til að stöðva útbreiðslu Covid-19 þarf að útrýma veirunni um allan heim,“ skrifar Guðni.

Nú eru tæpir tveir mánuðir liðnir frá því að forsetinn fékk fyrsta bólusetningarskammtinn en athygli vakti í fyrra skiptið að Guðni var þá klæddur í HÚ! stuttermabol eftir Hugleik Dagsson. Stuttermabolur forsetans í þetta skiptið var ekki eins mikið skreyttur en hann var þó klæddur í stuttermabol frá Ólympíuleikunum í Ríó De Janeiro árið 2016, sem merktur er með íslenska fánanum.

Þá hvatti Guðni almenning til að styrkja við verkefni Unicef, til að styðja við dreifingu bóluefna til fólks í efnaminni ríkjum.

„Ég hvet þau sem eru aflögufær að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 og styðja þar með dreifingu á bóluefnum til fólks í efnaminni ríkjum. Förum áfram varlega, sinnum eigin sóttvörnum og sýnum hvert öðru tillitssemi,“ skrifaði forsetinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×