Innlent

Lækka há­marks­hraða á Bú­staða­vegi vegna fram­kvæmda næstu mánuði

Atli Ísleifsson skrifar
Unnið er að gerð nýrrar götu á svæðinu sem verður hluti af Bústaðavegi, gerð nýs hringtorgs og nýrra undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð.
Unnið er að gerð nýrrar götu á svæðinu sem verður hluti af Bústaðavegi, gerð nýs hringtorgs og nýrra undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð. Reykjavíkurborg

Hámarksumferðarhraðihefur verið færður tímabundið niður íþrjátíu kílómetra á klukkustundá Bústaðavegi frá gatnamótum Sogavegar/Stjörnugrófarogað Reykjanesbraut.

Unnið er að gerð nýrrar götu á svæðinu sem verður hluti af Bústaðavegi, gerð nýs hringtorgs og nýrra undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Segir að ökumenn sem beygi af Reykjanesbraut og inn á Sprengisand hjá Grillhúsinu og Atlantsolíu við gatnamótin fari síðan út af svæðinu á nýrri tímabundinni útakstursleið inn Bústaðaveg og þaðan til suðurs eða vesturs.

„Veitur þurfa að flytja háspennustrengi sem liggja meðfram Bústaðveginum fjær götunni vegna breytinga á landhæð. Einnig eru Veitur að stækka stofnlagnir fyrir heitt og kalt vatn.

Umferð verður færð um hjáleiðir framhjá framkvæmdasvæðinu vegna lagna sem þvera Bústaðaveginn og uppbyggingu hringtorgs og undirganga. Það verður gert í tveimur áföngum.

Stutt hjáleið verður gerð í fyrri áfanga þegar grafið verður fyrir kaldavatns- og hitaveitulögn er þvera Bústaðaveginn.

Viðameiri hjáleið verður gerð þegar framkvæmdir hefjast við undirgöngin sjálf og hringtorgið.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á fyrrihluta árins 2022.

Verkið í heild felst í:

  • Byggingu undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Bústaðaveg og gerð hringtorgs á Bústaðaveg, ásamt allri jarðvinnu þessu tengt.
  • Hækkun Bústaðavegar, malbikun og frágangur á um 200 m kafla.
  • Gerð nýrrar götu frá Bústaðavegi til norðurs, vestan við Sprengisand og hesthús.
  • Gerð göngu- og hjólreiðastígs frá Miklubraut, meðfram rampa að Reykjanesbraut, suður fyrir ofannefnd undirgöng. Gerð tengistíga. Malbika skal stíga og ganga frá umhverfi.
  • Færslu rampa lítillega til austurs.
  • Byggingu stoðveggja ásamt hljóðvörn. Gerð vegriða og handriða.
  • Flutningi rafstrengja, lögn götuljósastrengja, uppsetningu ljósastaura á stoðveggjum og meðfram stígum, Bústaðavegi og nýrri götu.
  • Lögn fráveitulagna, gerð „blágrænna ofanvatnslausna“, lögn neysluvatns- og hitaveitulagna, lögn raflagna og gatna- og stíglýsingar.
  • Lögn ljósleiðara.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×