Háseti rekinn fyrir Instagram-færslu og fær ekki bætur Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 14:16 Myndskeiðið sem varð hásetanum að falli var tekið á varðskipinu Þór. Vísir/Vilhelm Háseti sem sagt var upp störfum hjá Landhelgisgæslunni fór fram á rúmlega sex milljónir króna í bætur vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af öllum kröfum mannsins í gær. Hásetinn taldi að áminning sem hann fékk árið 2018 vegna ítrekaðra brota í starfi hafi ekki átt rétt á sér. Honum var gefið að sök að hafa mætt ölvaður og of seint á brúarvakt í varðskipinu Tý um mitt ár 2017 og að hafa sýnt yfirmanni ógnandi og ofbeldisfulla hegðun á árshátíð Landhelgisgæslunnar í byrjun árs 2018. Héraðsdómur féllst á það með hásetanum að ekki hafi mátt veita honum áminningu vegna atviksins þegar hann var sakaður um að mæta fullur á vakt enda var ekki sannað að hann hafi verið ölvaður. Hins vegar segir í dómi héraðsdóms að hásetinn hafi unnið sér inn fyrir áminningu á árshátíðinni með því að ógna yfirmanni sínum. Litið var til þess að hásetinn gekkst við hegðuninni í bréfi sem hann ritaði Landhelgisgæslunni til að andmæla áminningunni. Rekinn fyrir Instagram-færslu Þegar hásetanum var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn með bréfi í febrúar 2019 var honum gefið að sök að hafa tekið efni af öryggismyndavélum Landhelgisgæslunnar og birt opinberlega á Instagram-reikningi sínum í janúar 2019. Hásetinn bar fyrir sig að ekki mætti segja honum upp fyrir það enda sé það ekki sambærilegt brot og þau sem hann fékk áminningu fyrir. Þá vísar hásetinn til þess að umrætt myndskeið sé nokkurra ára gamalt og tekið af öryggismyndavélum löngu áður en það birtist hjá honum. Aðrir starfsmenn hafi birt myndskeiðið á samfélagsmiðlum án þess að fundið hefði verið að því. Ríkið vísar til þess að þessari birtingu myndskeiðsins sé bersýnilega ætlað að kasta rýrð á störf Landhelgisgæslunnar. Sú hegðun stefnanda að birta myndbandið hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Héraðsdómur telur að hásetinn hafi brotið gegn reglum Landhelgisgæslunnar með birtingu myndskeiðsins. Þar sem honum hafði áður verið veitt réttmæt áminning væri birtingin brottrekstrarsök. Dómsmál Landhelgisgæslan Samfélagsmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Hásetinn taldi að áminning sem hann fékk árið 2018 vegna ítrekaðra brota í starfi hafi ekki átt rétt á sér. Honum var gefið að sök að hafa mætt ölvaður og of seint á brúarvakt í varðskipinu Tý um mitt ár 2017 og að hafa sýnt yfirmanni ógnandi og ofbeldisfulla hegðun á árshátíð Landhelgisgæslunnar í byrjun árs 2018. Héraðsdómur féllst á það með hásetanum að ekki hafi mátt veita honum áminningu vegna atviksins þegar hann var sakaður um að mæta fullur á vakt enda var ekki sannað að hann hafi verið ölvaður. Hins vegar segir í dómi héraðsdóms að hásetinn hafi unnið sér inn fyrir áminningu á árshátíðinni með því að ógna yfirmanni sínum. Litið var til þess að hásetinn gekkst við hegðuninni í bréfi sem hann ritaði Landhelgisgæslunni til að andmæla áminningunni. Rekinn fyrir Instagram-færslu Þegar hásetanum var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn með bréfi í febrúar 2019 var honum gefið að sök að hafa tekið efni af öryggismyndavélum Landhelgisgæslunnar og birt opinberlega á Instagram-reikningi sínum í janúar 2019. Hásetinn bar fyrir sig að ekki mætti segja honum upp fyrir það enda sé það ekki sambærilegt brot og þau sem hann fékk áminningu fyrir. Þá vísar hásetinn til þess að umrætt myndskeið sé nokkurra ára gamalt og tekið af öryggismyndavélum löngu áður en það birtist hjá honum. Aðrir starfsmenn hafi birt myndskeiðið á samfélagsmiðlum án þess að fundið hefði verið að því. Ríkið vísar til þess að þessari birtingu myndskeiðsins sé bersýnilega ætlað að kasta rýrð á störf Landhelgisgæslunnar. Sú hegðun stefnanda að birta myndbandið hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Héraðsdómur telur að hásetinn hafi brotið gegn reglum Landhelgisgæslunnar með birtingu myndskeiðsins. Þar sem honum hafði áður verið veitt réttmæt áminning væri birtingin brottrekstrarsök.
Dómsmál Landhelgisgæslan Samfélagsmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum