Ætla að bjóða upp á besta kaffibollann í Kvosinni Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2021 08:01 Ólafur Örn Ólafsson er einn eigenda Kaffi Ó-le. Kaffi Ó-le Stefnt er að opnun kaffihússins Kaffi Ó-le í Hafnarstræti 11. Vísir ræddi við Ólaf Örn Ólafsson, einn þeirra sem standa að staðnum. Fyrsta mál á dagskrá var að spyrja Ólaf út í nafngift staðarins en hann heitir því óvenjulega nafnið Kaffi Ó-le. Halda mætti að um væri að ræða kaffihús með spænsku ívafi eða að nafnið væri vísun í Óla sjálfan. Svo er alls ekki enda er nafnið vísun í hina goðsagnarkenndu menningarstofnun Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstræti 11. Hver ykkar muna eftir Café Au Lait í Hafnarstræti?— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) June 28, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur og félagar opna veitingastað hvers nafn vísar í nafn fyrirrennara síns. Þeir reka fyrir Vínstúkuna Tíu Sopa þar sem áður mátti gæða sér á kaffi og með því á Tíu Dropum. Ólafur frábiður sér ásakanir um að nafn staðarins vísi í hans eigið nafn. Hann játar þó að hafa verið kallaður Óli Au Lait í ákveðnum kreðsum í „níunni“ en hann var einn eigenda Café Au Lait á tíunda áratugnum. Kaffi frá handverkskaffibrennslu Kaffibrennslan Kaffibrugghúsið mun sjá Kaffi Ó-le fyrir öllu kaffi. Kaffibrugghúsið hefur brennt kaffi frá árinu 2017 við góðan hróður. Sonja Grant, einn helsti kaffisérfræðingur landsins, ræður ríkjum í Kaffibrugghúsinu. Ólafur segir kaffið frá brugghúsinu vera það besta sem fæst á landinu. Espressovélin frá Dalla Corte er forkunnarfögur.Kaffi Ó-le Ekkert var sparað til þegar búnaður var keyptur inn á nýja kaffihúsið. Til dæmis var flutt til landsins espressovél frá Dalla Corte frá Ítalíu. Ólafur fullyrðir að um sé að ræða fullkomnustu og fallegustu kaffivél sem flutt hefur verið til landsins. Tom Byrne, sem áður var innsti koppur í búri hjá Reykjavík Roasters, verður aðalkaffibarþjónn Kaffi Ó-le. Hann mun galdra fram kaffi í stíl hinnar svokölluðu þriðju bylgju kaffis. Mikil áhersla verður lögð á gott espresso sem og hæga uppáhellingu. Þá verður boðið upp á kaldbruggað kaffi þegar eða ef hlýna fer í veðri. Tom Byrne mun leika listir sínar með bros á vör. Kaffi Ó-le Þá verður einnig boðið upp á samlokur á Kaffi Ó-le en mikil áhersla verður lögð á hraða afgreiðslu og því verða samlokurnar smurðar fyrir fram. Samlokurnar verða á japönsku mjólkurbrauði og fylltar með alls kyns áleggi. Ekki enduropnun á Café Au Lait Ólafur segir að ætlunin sé alls ekki að skapa sömu stemningu og var á gamla Café Au lait, enda sé það barn síns tíma. Ekki verður boðið upp á áfengi og opnunartími verður frá átta að morgni til fimm í eftirmiðdaginn. Stefnt er að því að opna staðinn í komandi viku en svokölluð „soft opening“ var fyrr í þessari viku og gekk vel. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Fyrsta mál á dagskrá var að spyrja Ólaf út í nafngift staðarins en hann heitir því óvenjulega nafnið Kaffi Ó-le. Halda mætti að um væri að ræða kaffihús með spænsku ívafi eða að nafnið væri vísun í Óla sjálfan. Svo er alls ekki enda er nafnið vísun í hina goðsagnarkenndu menningarstofnun Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstræti 11. Hver ykkar muna eftir Café Au Lait í Hafnarstræti?— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) June 28, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur og félagar opna veitingastað hvers nafn vísar í nafn fyrirrennara síns. Þeir reka fyrir Vínstúkuna Tíu Sopa þar sem áður mátti gæða sér á kaffi og með því á Tíu Dropum. Ólafur frábiður sér ásakanir um að nafn staðarins vísi í hans eigið nafn. Hann játar þó að hafa verið kallaður Óli Au Lait í ákveðnum kreðsum í „níunni“ en hann var einn eigenda Café Au Lait á tíunda áratugnum. Kaffi frá handverkskaffibrennslu Kaffibrennslan Kaffibrugghúsið mun sjá Kaffi Ó-le fyrir öllu kaffi. Kaffibrugghúsið hefur brennt kaffi frá árinu 2017 við góðan hróður. Sonja Grant, einn helsti kaffisérfræðingur landsins, ræður ríkjum í Kaffibrugghúsinu. Ólafur segir kaffið frá brugghúsinu vera það besta sem fæst á landinu. Espressovélin frá Dalla Corte er forkunnarfögur.Kaffi Ó-le Ekkert var sparað til þegar búnaður var keyptur inn á nýja kaffihúsið. Til dæmis var flutt til landsins espressovél frá Dalla Corte frá Ítalíu. Ólafur fullyrðir að um sé að ræða fullkomnustu og fallegustu kaffivél sem flutt hefur verið til landsins. Tom Byrne, sem áður var innsti koppur í búri hjá Reykjavík Roasters, verður aðalkaffibarþjónn Kaffi Ó-le. Hann mun galdra fram kaffi í stíl hinnar svokölluðu þriðju bylgju kaffis. Mikil áhersla verður lögð á gott espresso sem og hæga uppáhellingu. Þá verður boðið upp á kaldbruggað kaffi þegar eða ef hlýna fer í veðri. Tom Byrne mun leika listir sínar með bros á vör. Kaffi Ó-le Þá verður einnig boðið upp á samlokur á Kaffi Ó-le en mikil áhersla verður lögð á hraða afgreiðslu og því verða samlokurnar smurðar fyrir fram. Samlokurnar verða á japönsku mjólkurbrauði og fylltar með alls kyns áleggi. Ekki enduropnun á Café Au Lait Ólafur segir að ætlunin sé alls ekki að skapa sömu stemningu og var á gamla Café Au lait, enda sé það barn síns tíma. Ekki verður boðið upp á áfengi og opnunartími verður frá átta að morgni til fimm í eftirmiðdaginn. Stefnt er að því að opna staðinn í komandi viku en svokölluð „soft opening“ var fyrr í þessari viku og gekk vel.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira