Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 08:39 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að þörf sé á öflugri skjálftahrinu til að gosinu ljúki. Vísir/Vilhelm „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. Þorvaldur segir að hann telji að það þurfi mögulega aðra skjálftahrinu, sem drifin er áfram af plötuhreyfingum, til að stoppa þetta gos. „Slíkar plötuhreyfingar virðast hafa komið þessu gosi af stað og mig grunar að það þurfi kannski eitthvað svipað til að stoppa það.“ Á meðan jörðin skelfur ekki heldur gosið þá áfram? „Já, þá rennur kvikan bara upp um gosrásina. Þetta er bara eins og pípa sem er alltaf opin. Lekur alltaf jafnt og þétt úr henni. Og enginn krani til að skrúfa fyrir. Þeir gleymdu að kaupa hann,“ segir Þorvaldur léttur í bragði. Smá hiksti Nokkur umræða skapaðist fyrr í vikunni um hvort að eldgosinu væri að ljúka eftir að gosórói féll um stund á þriðjudagskvöldið. Þorvaldur segist þó ekki hafa haldið að eldgosinu væri eitthvað að ljúka. „Það hefur komið smá hiksti í þetta, en þetta hefur gerst áður þannig að maður átti nú alveg eins von á því að það myndi ná sér upp aftur.“ Mikil boðaföll Þorvaldur segir að þær séu orðnar ansi öflugar hrinurnar nú og með töluverðum kvikustrókum, þegar sést þá til gossins á annað borð. „Við sjáum í gærkvöldi, milli klukkan átta og níu, þá komu tvær fallegar hrinur með allmyndarlegum kvikustrókum og virkilega öflugt hraunflæði út úr gígnum. Mikil boðaföll þarna niður hlíðarnar. Svo tókum við eftir því að það var líka veruleg virkni á yfirborði, yfirhlaup eins og við myndum kalla það, í Meradölum. Þannig að stór hluti Meradala var að þekjast nýju hrauni og svo fór vesturendinn á hrauninu í Nátthaga af stað í gær líka,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þorvaldur segir að hann telji að það þurfi mögulega aðra skjálftahrinu, sem drifin er áfram af plötuhreyfingum, til að stoppa þetta gos. „Slíkar plötuhreyfingar virðast hafa komið þessu gosi af stað og mig grunar að það þurfi kannski eitthvað svipað til að stoppa það.“ Á meðan jörðin skelfur ekki heldur gosið þá áfram? „Já, þá rennur kvikan bara upp um gosrásina. Þetta er bara eins og pípa sem er alltaf opin. Lekur alltaf jafnt og þétt úr henni. Og enginn krani til að skrúfa fyrir. Þeir gleymdu að kaupa hann,“ segir Þorvaldur léttur í bragði. Smá hiksti Nokkur umræða skapaðist fyrr í vikunni um hvort að eldgosinu væri að ljúka eftir að gosórói féll um stund á þriðjudagskvöldið. Þorvaldur segist þó ekki hafa haldið að eldgosinu væri eitthvað að ljúka. „Það hefur komið smá hiksti í þetta, en þetta hefur gerst áður þannig að maður átti nú alveg eins von á því að það myndi ná sér upp aftur.“ Mikil boðaföll Þorvaldur segir að þær séu orðnar ansi öflugar hrinurnar nú og með töluverðum kvikustrókum, þegar sést þá til gossins á annað borð. „Við sjáum í gærkvöldi, milli klukkan átta og níu, þá komu tvær fallegar hrinur með allmyndarlegum kvikustrókum og virkilega öflugt hraunflæði út úr gígnum. Mikil boðaföll þarna niður hlíðarnar. Svo tókum við eftir því að það var líka veruleg virkni á yfirborði, yfirhlaup eins og við myndum kalla það, í Meradölum. Þannig að stór hluti Meradala var að þekjast nýju hrauni og svo fór vesturendinn á hrauninu í Nátthaga af stað í gær líka,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira