Segir Marek sitja heilan heilsu inni á geðdeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júní 2021 19:00 Lögmaður mannsins sem dæmdur var til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg síðasta sumar segir hann sæta ómannúðlegri meðferð á réttargeðdeild. Sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Þann 3. júní kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm þar sem Marek Moszczynski, pólskur maður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. „Við höfum sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar. Þar sem hann var ekki dæmdur til refsingar heldur á öryggisgeðdeild þá þarf að sækja um formlegt leyfi til að áfrýja málinu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Marek. Þeir hafi ekki verið sáttir með niðurstöðu héraðsdóms. „Það eru atriði þarna í þessu sem við teljum að hafi ekki verið fullrannsökuð og rétt að fá frekara álit á og skoðun þeirra sem betur til þekkja, sérfræðinga.“ Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hefur sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar.VÍSIR/SIGURJÓN Nokkrum dögum fyrir daginn örlagaríka hafi Marek verið á spítala með magasár og tekið ákveðin lyf. Stefán segir að geðtruflanir séu meðal hugsanlegra aukaverkana af lyfjunum sem Marek hafði tekið á spítalanum. Þetta hafi ekki verið rannsakað sérstaklega undir rekstri málsins. „Ef þetta var manía af völdum lyfja þá hefði það væntanlega þýtt að ástandið sem slíkt var ekki varanlegt heldur tímabundið og þá hefði hann ekki þurft að vistast á geðdeild,“ segir Stefán Karl. Marek fái hvorki meðferð né lyf Marek dvaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um eitt ár þar til dómur féll og hefur verið á Kleppi síðan. „Og staðan er einfaldlega sú í dag að hann er ekki í neinni lyfjameðferð, hann er ekki í neinni meðferð, hann situr í rauninni bara heill heilsu inni á geðdeild og þetta er í mínum huga ekki neitt annað en ómannúðleg meðferð og bara fangelsisrefsing,“ segir Stefán Karl. „Það er algjörlega ljóst í mínum huga að þarna er maður sem var alvarlega veikur, veikindaástæðan sem hrjáði hann er ekki fyrir hendi lengur, hann er vistaður inni á sjúkrastofnun fyrir alvarlega veika einstaklinga án þess að honum sé veitt nein meðferð. Bara með því að segja þetta upphátt áttar maður sig á því hversu vitlaust þetta er,“ segir Stefán Karl. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Þann 3. júní kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm þar sem Marek Moszczynski, pólskur maður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. „Við höfum sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar. Þar sem hann var ekki dæmdur til refsingar heldur á öryggisgeðdeild þá þarf að sækja um formlegt leyfi til að áfrýja málinu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Marek. Þeir hafi ekki verið sáttir með niðurstöðu héraðsdóms. „Það eru atriði þarna í þessu sem við teljum að hafi ekki verið fullrannsökuð og rétt að fá frekara álit á og skoðun þeirra sem betur til þekkja, sérfræðinga.“ Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hefur sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar.VÍSIR/SIGURJÓN Nokkrum dögum fyrir daginn örlagaríka hafi Marek verið á spítala með magasár og tekið ákveðin lyf. Stefán segir að geðtruflanir séu meðal hugsanlegra aukaverkana af lyfjunum sem Marek hafði tekið á spítalanum. Þetta hafi ekki verið rannsakað sérstaklega undir rekstri málsins. „Ef þetta var manía af völdum lyfja þá hefði það væntanlega þýtt að ástandið sem slíkt var ekki varanlegt heldur tímabundið og þá hefði hann ekki þurft að vistast á geðdeild,“ segir Stefán Karl. Marek fái hvorki meðferð né lyf Marek dvaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um eitt ár þar til dómur féll og hefur verið á Kleppi síðan. „Og staðan er einfaldlega sú í dag að hann er ekki í neinni lyfjameðferð, hann er ekki í neinni meðferð, hann situr í rauninni bara heill heilsu inni á geðdeild og þetta er í mínum huga ekki neitt annað en ómannúðleg meðferð og bara fangelsisrefsing,“ segir Stefán Karl. „Það er algjörlega ljóst í mínum huga að þarna er maður sem var alvarlega veikur, veikindaástæðan sem hrjáði hann er ekki fyrir hendi lengur, hann er vistaður inni á sjúkrastofnun fyrir alvarlega veika einstaklinga án þess að honum sé veitt nein meðferð. Bara með því að segja þetta upphátt áttar maður sig á því hversu vitlaust þetta er,“ segir Stefán Karl.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira