Innlent

Ósáttur skipstjóri grunaður um ölvun var sóttur af Gæslunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfnin á Patreksfirði.
Höfnin á Patreksfirði. Vísir/Vilhelm

Tvo daga í röð í síðustu viku hafði Lögreglan á Vestfjörðum afskipti af skipstjórum strandveiðibáta á miðunum fyrir vestan.

Þriðjudaginn 22. júní hafði lögreglan afskipti af skipstjóra strandveiðibáts á Patreksfirði vegna gruns um að hann væri ölvaður. Daginn eftir var annar skipstjóri strandveiðibáts handtekinn í Önundarfirði.

Sá er grunaður um að hafa stýrt báti sínum ekki allsgáður og fleiri brot á Siglingalögum. Skipstjórinn fór ekki að fyrirmælum lögreglunnar og var kallað eftir aðstoð landhelgisgæslunnar, sem var með varðskip ekki fjarri.

„Ef farið er að lögum ætti enginn að óttast afskipti lögreglunnar. Rétt er að geta þess að ef ekki er farið að fyrirmælum lögreglu, hvort heldur á sjó eða landi, má búast við því að það hafi afleiðingar,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Rannsókn þessara tveggja mála stendur yfir hjá lögreglunni á Vestfjörðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.