John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 12:20 John Oliver hæðist meðal annars að ferli Ballarin sem barnafatahönnuður. Skjáskot/Vísir John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin. Aðalumfjöllunarefni þáttarins er svokallað „Italygate“ sem er samsæriskenning þess efnis að ítalskir gervihnettir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Samkvæmt frétt The Washington Post, er samsæriskenningin runnin undan rifjum Ballarin. Innslagið um Ballarin má sjá í spilaranum hér að neðan: Í desember síðastliðnum sendi Mark Meadows, þáverendi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem samsæriskenningin var opinberuð. Bréfið var skrifað á bréfsefni merktu USAerospace Partners, fyrirtæki Ballarin. Þá birti annað fyrirtæki í eigu Ballarin, Institute for Good Governance, yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Starfsemi Institute for Good Governence er óræð en fyrirtækið er skráð á heimilisfang sveitaseturs sem Ballarin laug til um að eiga í viðtali við Kveik sem birt var 4. febrúar 2020. Oliver kallar Ballarin hústökukonu Lygin er eitt af því sem Oliver hæðir Ballarin fyrir í þættinum. „Þessi frétt er fyndin af því hún er um fáránlega tilraun til að grafa undan kosningum sem tengist einhvern veginn hústökukonu klæddri upp sem fyrsta kona Orvilles Redenbachers,“ segir Oliver. Oliver segir að því meira sem maður lærir um lífshlaup Ballarin, því erfiðara sé að trúa nokkru sem hún segir. Hann nefnir að hún hafi háð misheppnaða kosningabaráttu um sæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings áður en hún gerðist barnafatahönnuður. Hún á að hafa sagst vera Coco Chanel barnafatabransans, Oliver segir engan hafa stutt þá fullyrðingu. „Ég á níu milljónir barna“ Næst fer Oliver yfir feril Ballarin í Sómalíu. Ballarin segir sig hafa komið á friði í Sómalíu og: „Þau kalla mig móður Sómalíu, ég á níu milljónir barna.“ John Oliver efast um að sómalska þjóðin hafi ákveðið í sameiningu að kalla Ballarin þjóðarmóður sína. Þá hefur Oliver eftir sjóhermanni, sem vann með Ballarin í Sómalíu, að hún eigi erfitt með að aðskilja raunveruleika frá skáldskap. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum WOW Air Grín og gaman Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Aðalumfjöllunarefni þáttarins er svokallað „Italygate“ sem er samsæriskenning þess efnis að ítalskir gervihnettir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Samkvæmt frétt The Washington Post, er samsæriskenningin runnin undan rifjum Ballarin. Innslagið um Ballarin má sjá í spilaranum hér að neðan: Í desember síðastliðnum sendi Mark Meadows, þáverendi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem samsæriskenningin var opinberuð. Bréfið var skrifað á bréfsefni merktu USAerospace Partners, fyrirtæki Ballarin. Þá birti annað fyrirtæki í eigu Ballarin, Institute for Good Governance, yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Starfsemi Institute for Good Governence er óræð en fyrirtækið er skráð á heimilisfang sveitaseturs sem Ballarin laug til um að eiga í viðtali við Kveik sem birt var 4. febrúar 2020. Oliver kallar Ballarin hústökukonu Lygin er eitt af því sem Oliver hæðir Ballarin fyrir í þættinum. „Þessi frétt er fyndin af því hún er um fáránlega tilraun til að grafa undan kosningum sem tengist einhvern veginn hústökukonu klæddri upp sem fyrsta kona Orvilles Redenbachers,“ segir Oliver. Oliver segir að því meira sem maður lærir um lífshlaup Ballarin, því erfiðara sé að trúa nokkru sem hún segir. Hann nefnir að hún hafi háð misheppnaða kosningabaráttu um sæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings áður en hún gerðist barnafatahönnuður. Hún á að hafa sagst vera Coco Chanel barnafatabransans, Oliver segir engan hafa stutt þá fullyrðingu. „Ég á níu milljónir barna“ Næst fer Oliver yfir feril Ballarin í Sómalíu. Ballarin segir sig hafa komið á friði í Sómalíu og: „Þau kalla mig móður Sómalíu, ég á níu milljónir barna.“ John Oliver efast um að sómalska þjóðin hafi ákveðið í sameiningu að kalla Ballarin þjóðarmóður sína. Þá hefur Oliver eftir sjóhermanni, sem vann með Ballarin í Sómalíu, að hún eigi erfitt með að aðskilja raunveruleika frá skáldskap.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum WOW Air Grín og gaman Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira