Heiðarleg atlaga að Íslandsmetinu í hita í kortunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2021 15:53 Vafalítið mun einhver ungur Eskfirðingur fara út með fótboltann sinn í hitanum næstu daga. Vissara að hafa vatnsbrúsann með og bera á sig smá sólarvörn. Vísir/Vilhelm Það stefnir í steikjandi hita á Austfjörðum á morgun og gæti hitinn náð 29 stigum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á síðu sinni Bliku og lýsir því sem heiðarleg atlaga að íslenska hitametinu sé í farvatninu. „Ný „blaðra“ af heitu lofti stefnir nú til okkar úr suðvestri. Loftið er mjög hlýtt á okkar vísu og hlýindin skila sér niður um austan- og norðaustanvert landið. Ýmsir hitabylgjuvísar eru í hárri stöðu á morgun og miðvikudag,“ segir Einar. Hann skoðar hita í 850 hPa þrýstingi og von á 15-16 gráðum á Austurlandi seinni partinn á morgun. Allra hæstu gildin séu í um 1300 metra hæð. Í ágústhitabylgjunni árið 2004, sem hafi verið ættuð úr suðaustri, hafi hitastigið verið 13-14 gráður í um 1300 metra hæð. Íbúar og ferðalangar hafa árum saman nánast getað treyst á veðurblíðu á Hallormsstað. Þar gæti hiti nálgast þrjátíu gráður næstu tvo daga.Vísir/Vilhelm Einar vísar til Íslandsmets í hitastigi á Teigarhorni þann 22. júní árið 1939 þegar talið er að hiti hafi náð 30,5 stigum. Loftmassinn sé svipaður og þá sem gerist aðeins endrum og sinnum. Þá minni staðan nú á ágústdaga árið 2012 þegar hiti mældist 28 stig á Eskifirði. „En hversu hlýtt verður á morgun og miðvikudag? Ég mundi giska á 28 til 29°C. Spáð er skýjuðu og sólarlitlu, en léttskýjað á miðvikudag. En allir þættir verða að spila saman og að auki að vera ekki fjarri hæstu stöðu sólar,“ segir Einar í færslu sinni á Bliku. Á meðan Austfirðingar baða sig í sól á massinn á Suðvesturhorninu frekar von á smá úrkomu en sólarglætu, ef marka má spána.Veðurstofa Íslands Vissulega heiðarleg atlaga að Íslandsmeti hitans, eins og hann orðar það. „En sjálfur er ég samt þeirrar skoðunar að það takist ekki í þessari góðu tilraun.“ Veður Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Ný „blaðra“ af heitu lofti stefnir nú til okkar úr suðvestri. Loftið er mjög hlýtt á okkar vísu og hlýindin skila sér niður um austan- og norðaustanvert landið. Ýmsir hitabylgjuvísar eru í hárri stöðu á morgun og miðvikudag,“ segir Einar. Hann skoðar hita í 850 hPa þrýstingi og von á 15-16 gráðum á Austurlandi seinni partinn á morgun. Allra hæstu gildin séu í um 1300 metra hæð. Í ágústhitabylgjunni árið 2004, sem hafi verið ættuð úr suðaustri, hafi hitastigið verið 13-14 gráður í um 1300 metra hæð. Íbúar og ferðalangar hafa árum saman nánast getað treyst á veðurblíðu á Hallormsstað. Þar gæti hiti nálgast þrjátíu gráður næstu tvo daga.Vísir/Vilhelm Einar vísar til Íslandsmets í hitastigi á Teigarhorni þann 22. júní árið 1939 þegar talið er að hiti hafi náð 30,5 stigum. Loftmassinn sé svipaður og þá sem gerist aðeins endrum og sinnum. Þá minni staðan nú á ágústdaga árið 2012 þegar hiti mældist 28 stig á Eskifirði. „En hversu hlýtt verður á morgun og miðvikudag? Ég mundi giska á 28 til 29°C. Spáð er skýjuðu og sólarlitlu, en léttskýjað á miðvikudag. En allir þættir verða að spila saman og að auki að vera ekki fjarri hæstu stöðu sólar,“ segir Einar í færslu sinni á Bliku. Á meðan Austfirðingar baða sig í sól á massinn á Suðvesturhorninu frekar von á smá úrkomu en sólarglætu, ef marka má spána.Veðurstofa Íslands Vissulega heiðarleg atlaga að Íslandsmeti hitans, eins og hann orðar það. „En sjálfur er ég samt þeirrar skoðunar að það takist ekki í þessari góðu tilraun.“
Veður Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira