Innlent

Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Borgarstjóri segir að áður hafi verið látið reyna að frjálsan opnunartíma, með það að markmiði að koma í veg fyrir hópamyndun. 
Borgarstjóri segir að áður hafi verið látið reyna að frjálsan opnunartíma, með það að markmiði að koma í veg fyrir hópamyndun.  Vísir/Vilhelm

Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina.

Afar fjölmennt var á skemmtistöðum borgarinnar um helgina, nú þegar öllum samkomutakmörkunum hefur verið aflétt. Langar leigubílaraðir myndast jafnan við lokun skemmtistaðanna og kallaði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, eftir því í dag að skemmtistöðum verði gefinn frjáls opnunartími til að forðast hópamyndanir. Dagur B. Eggertsson er því ósammála, enda hafi það verið reynt áður. 

„Það var alveg frjálst um tíma en hliðarverkanirnar af því voru að það var erfitt fyrir hreinsunartæki að komast að til að gera hreint eftir nóttina. Og þeir sem voru á leiðinni heim af djamminu blönduðust í hóp foreldra sem voru að gefa öndunum brauð með börnunum sínum.“

Þá hafi verið hugmyndir um að færa næturlífið á fáfarnari staði, en að þá komi upp áhyggjur um öryggi fólks. Eðlilegt sé þó að taka samtalið.

„En eðli málsins samkvæmt að þá er alltaf eðlilegt að þetta samtal sé í gangi því að galdurinn við góða borg er að hafa fjölbreytnina. Við höfum aldrei vikið okkur undan því að ræða þessi mál.”



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×