Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. júní 2021 16:48 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill meira frelsi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. Hún segir enga ástæðu vera til þess að ætla að í frjálsu umhverfi verði opnunartími skemmtistaða ótakmarkaður, að ofbeldisglæpir aukist eða fólk sigli lífi sínu í strand. „Boð og bönn verða aldrei alhliða lausn á hvers kyns samfélagsmeinum,“ skrifar Hildur á Facebook-síðu sinni. Hildur segist óttast það að í kjölfar samkomutakmarkana hafi skapast frjór jarðvegur fyrir stjórnlyndi hérlendis. Þá tekur hún fram að hún sé algjörlega andsnúin þeim hugmyndum sem fulltrúar lögreglunnar hafi viðrað síðustu dag um að takmarka opnunartíma skemmtistaða og banna rafhlaupahjól um helgar. Hún sér ekki ástæðu til þess að takmarka athafnafrelsi fólks og fyrirtækja neitt frekar. Hildur bendir hversu veigamikill þáttur næturhagkerfið er í menningar- og skemmtanalífi borgarinnar. Hún segir það löngu tímabært að taka umræðu um framtíð næturlífsins í Reykjavík, hvernig styðja megi betur við atvinnurekstur í miðborg og hvernig þróa megi skemmtanalífið til framtíðar í góðri sátt við íbúa. „Möguleikarnir eru endalausir: Eigum við að leyfa næturklúbba á Grandasvæðinu eða krár í íbúðahverfum? Eigum við að treysta atvinnurekendum til að taka ábyrgð á eigin rekstri – og fólki til að taka ábyrgð á eigin lífi? Ég vil meira frelsi í Reykjavík.“ Reykjavík Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Sjá meira
Hún segir enga ástæðu vera til þess að ætla að í frjálsu umhverfi verði opnunartími skemmtistaða ótakmarkaður, að ofbeldisglæpir aukist eða fólk sigli lífi sínu í strand. „Boð og bönn verða aldrei alhliða lausn á hvers kyns samfélagsmeinum,“ skrifar Hildur á Facebook-síðu sinni. Hildur segist óttast það að í kjölfar samkomutakmarkana hafi skapast frjór jarðvegur fyrir stjórnlyndi hérlendis. Þá tekur hún fram að hún sé algjörlega andsnúin þeim hugmyndum sem fulltrúar lögreglunnar hafi viðrað síðustu dag um að takmarka opnunartíma skemmtistaða og banna rafhlaupahjól um helgar. Hún sér ekki ástæðu til þess að takmarka athafnafrelsi fólks og fyrirtækja neitt frekar. Hildur bendir hversu veigamikill þáttur næturhagkerfið er í menningar- og skemmtanalífi borgarinnar. Hún segir það löngu tímabært að taka umræðu um framtíð næturlífsins í Reykjavík, hvernig styðja megi betur við atvinnurekstur í miðborg og hvernig þróa megi skemmtanalífið til framtíðar í góðri sátt við íbúa. „Möguleikarnir eru endalausir: Eigum við að leyfa næturklúbba á Grandasvæðinu eða krár í íbúðahverfum? Eigum við að treysta atvinnurekendum til að taka ábyrgð á eigin rekstri – og fólki til að taka ábyrgð á eigin lífi? Ég vil meira frelsi í Reykjavík.“
Reykjavík Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Sjá meira