„Til þeirra sem eitra fyrir köttum: Við erum að fylgjast með“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 15:53 Fiskur sem fannst á víðavangi í Heiðargerði. Facebook/Steinar Enn fleiri tilvik hafa komið upp þar sem eitrað er fyrir köttum í Heiðargerði. Íbúar í götunni og dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hafa tekið málið í eigin hendur. Í samtali við Vísi fullyrðir sjálboðaliði hjá Dýrfinnu að upp hafi komið fimm tilvik um staðfesta eitrun fyrir köttum á síðustu þremur vikum. Algengast er að frostlögur sé notaður þegar eitrað er fyrir köttum. Þá hefur íbúa Heiðargerðis grunað að eitrað hafi verið fyrir köttum öðru hvoru undanfarin þrjú ár hið minnsta. Dýrfinna hefur í samráði við íbúa götunnar skipulagt eins konar nágrannavörslu til að sporna við eitranahrinunni. Sjálfboðaliðar ganga um hverfið í tvennum tilgangi, annars vegar til að leita að grunsamlegum mat sem gæti verið eitraður og hins vegar til að hræða mögulegan geranda. Sjálboðaliði Dýrfinnu segir erfitt að bera kennsl á einkenni frostlagareitrunnar í köttum. Hún veldur því að kettir verða slappir og missa að lokum getu til að ganga. Þegar einkennin eru orðin greinanleg er oftast ekkert hægt að gera til að bjarga köttunum. Ef þeir eru ekki svæfðir deyja þeir fljótt úr nýrnabilun. Íbúi í Heiðargerði kom á dögunum auga á mikinn fjölda fiskflaka sem dreift hafði verið á grasbala. Meindýraeiðir sem er Dýrfinnu innan handar telur að frostlögur hafi verið í flökunum. Frostlögur er sætur á bragðið en kettir finna ekki sætt bragð og borða fiskinn því með bestu lyst. „Við brennum fyrir dýravernd“ Dýrfinna eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að dýravernd. Helsta verkefni þeirra er að finna týnd gæludýr, líkt og nafnið gefur til kynna. Týni fólk gæludýrum er það hvatt til að hafa samband við Dýrfinnu en sjálfboðaliðar samtakanna segjast tilbúnir til að aðstoða við leit að dýrum nótt sem nýtan dag. Nánar má lesa um samtökin á vefsíðu þeirra. Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Í samtali við Vísi fullyrðir sjálboðaliði hjá Dýrfinnu að upp hafi komið fimm tilvik um staðfesta eitrun fyrir köttum á síðustu þremur vikum. Algengast er að frostlögur sé notaður þegar eitrað er fyrir köttum. Þá hefur íbúa Heiðargerðis grunað að eitrað hafi verið fyrir köttum öðru hvoru undanfarin þrjú ár hið minnsta. Dýrfinna hefur í samráði við íbúa götunnar skipulagt eins konar nágrannavörslu til að sporna við eitranahrinunni. Sjálfboðaliðar ganga um hverfið í tvennum tilgangi, annars vegar til að leita að grunsamlegum mat sem gæti verið eitraður og hins vegar til að hræða mögulegan geranda. Sjálboðaliði Dýrfinnu segir erfitt að bera kennsl á einkenni frostlagareitrunnar í köttum. Hún veldur því að kettir verða slappir og missa að lokum getu til að ganga. Þegar einkennin eru orðin greinanleg er oftast ekkert hægt að gera til að bjarga köttunum. Ef þeir eru ekki svæfðir deyja þeir fljótt úr nýrnabilun. Íbúi í Heiðargerði kom á dögunum auga á mikinn fjölda fiskflaka sem dreift hafði verið á grasbala. Meindýraeiðir sem er Dýrfinnu innan handar telur að frostlögur hafi verið í flökunum. Frostlögur er sætur á bragðið en kettir finna ekki sætt bragð og borða fiskinn því með bestu lyst. „Við brennum fyrir dýravernd“ Dýrfinna eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að dýravernd. Helsta verkefni þeirra er að finna týnd gæludýr, líkt og nafnið gefur til kynna. Týni fólk gæludýrum er það hvatt til að hafa samband við Dýrfinnu en sjálfboðaliðar samtakanna segjast tilbúnir til að aðstoða við leit að dýrum nótt sem nýtan dag. Nánar má lesa um samtökin á vefsíðu þeirra.
Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45