Innlent

Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði

Árni Sæberg skrifar
Kettir mega alls ekki gæða sér á frostlegi.
Kettir mega alls ekki gæða sér á frostlegi.

Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta miðvikudag var greint frá andláti kattar sem eitrað hafði verið fyrir með frostlegi.

Eftir fréttaumfjöllun hefur annar íbúi í Heiðargerði haft samband við eiganda kattarins sem lést í vikunni og tjáð henni að eitrað hafi verið fyrir ketti hans og hann látist.

Eiganda kattarins grunar að einhver óprúttinn aðili sé markvisst að eitra fyrir köttum í hverfinu í þeim tilgangi að vernda fuglalíf. Hún biðlar til fólks að láta af því og segir að betri leiðir séu færar til að vernda fugla.

Dýralæknir sagði eigandanum að líklegast hafi frostlegi verið sprautað í fisk sem síðan er skilinn eftir úti til að laða að ketti. 

Grunaði eitrun eftir umræðu í hverfishóp

Eiganda kattar sem lést úr eitrun í morgun fór að gruna að eitrað hafði verið fyrir kettinum þegar hann veiktist í gær. Eigandinn vissi af fyrra atvikinu eftir að hafa séð umfjöllun í hverfishóp á Facebook.

Farið var með köttinn á dýraspítala þar sem rannsókn leiddi í ljós að kötturinn hafði innbyrt frostlög. Dýralæknir fullyrti að kettir gætu ekki nálgast frostlög sjálfir og því væri um ásetningsbrot að ræða.

Kettirnir verða sendir á Keldir, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði, til rannsókna og síðan verða atvikin tilkynnt lögreglu.

Eigandinn segir vera uppi grun um að eitrað hafi verið fyrir fleiri köttum í hverfinu undanfarið.

Innslagið úr kvöldfréttunum má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.