Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 16:10 Búist er við mikilli aðsókn á tjaldsvæði landsins í sumar. Vísir Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Vísir greindi frá því í gær að framboð ferðavagna væri af skornum skammti. Það virðist því stefna í stórt ferðasumar á Íslandi. Tjalda.is sem hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt, hefur nú sameinað krafta sína með Parka.is og býður nú upp á bókunarþjónustu fyrir tjaldsvæði. „Nú eru nokkur tjaldsvæði byrjuð að hólfaskipta svæðunum sínum og bjóða fólki upp á að forbóka og vera þá bara búin að skipuleggja ferðalagið sitt og bóka bara allt fríið sitt á netinu fyrirfram, bara eins og að bóka hótelherbergi,“ segir Arna Haraldsson, markaðsráðgjafi hjá Tjalda.is. „Svolítið íslenskt að æða bara af stað“ Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri hjá Tjalda.is segir ákveðna tjaldmenningu ríkja hjá Íslendingum. „Þetta er náttúrlega svolítið íslenskt að bara æða af stað og ekkert planað og ætlast til þess að það sé bara pláss fyrir mann alls staðar.“ „Okkur finnst svolítið bara að við eigum þetta og við megum bara gera það sem við viljum af því við eigum þetta allt saman,“ segir Arna. Þau Arna og Ívar mæla þó með því að fólk bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Síðasta sumar hafi fólk lent í því að mæta á full tjaldsvæði og þurft að koma sér fyrir á bílastæðum. Arna segir Íslendinga skiptast í tvo hópa. „Það eru þeir sem vilja hafa þetta niðurnjörvað og vilja vita hvert þeir eru að fara og að hverju þau ganga. Svo eru það hin sem vilja kannski bara fá að slökkva á heilanum þegar þau fara í frí.“ Hún hvetur fólk þó til þess að kíkja í símann nokkrum klukkustundum áður en lagt er af stað til þess að kanna hvort einhver pláss séu laus. „Frekar en að keyra í einhverju stresskasti með grenjandi krakka og svo bara kemur maður að fullu svæði og allir orðnir svangir.“ Fjörutíu tjaldsvæði forbókanleg í sumar Þau Ívar og Arna segja rafmagn vera helsta áhyggjumálið á tjaldsvæðum í dag, en Ívar segir að slegist sé um það. „Rafmagn er af skornum skammti á þessum svæðum. Það eru kannski tuttugu staurar á svæði sem tekur hundrað gistieiningar. Þannig það er alltaf verið að slást um það. Þannig að núna ertu líka að bóka rafmagnið og taka það frá.“ Bókunarkerfi Tjalda.is var búið til sem eins konar svar við ástandinu sem myndaðist á tjaldsvæðum þegar Covid-19 gekk yfir síðasta sumar. „Þá lentirðu í því að tjaldsvæðin voru með fjöldatakmarkanir. Þannig að þá voru búin til hólf og allt í einu máttirðu bara ekkert troða þér hvar sem er.“ Ívar segir bókunarkerfið því hafa verið búið til af hreinni nauðsyn. Einn sem stendur er hægt að bóka á fjórtán tjaldsvæðum inni á Tjalda.is, en sextán bætast við með útilegukortinu. Þá reiknar Ívar með að forbókanleg tjaldsvæði í kerfinu verði orðin fjörutíu í sumar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að framboð ferðavagna væri af skornum skammti. Það virðist því stefna í stórt ferðasumar á Íslandi. Tjalda.is sem hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt, hefur nú sameinað krafta sína með Parka.is og býður nú upp á bókunarþjónustu fyrir tjaldsvæði. „Nú eru nokkur tjaldsvæði byrjuð að hólfaskipta svæðunum sínum og bjóða fólki upp á að forbóka og vera þá bara búin að skipuleggja ferðalagið sitt og bóka bara allt fríið sitt á netinu fyrirfram, bara eins og að bóka hótelherbergi,“ segir Arna Haraldsson, markaðsráðgjafi hjá Tjalda.is. „Svolítið íslenskt að æða bara af stað“ Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri hjá Tjalda.is segir ákveðna tjaldmenningu ríkja hjá Íslendingum. „Þetta er náttúrlega svolítið íslenskt að bara æða af stað og ekkert planað og ætlast til þess að það sé bara pláss fyrir mann alls staðar.“ „Okkur finnst svolítið bara að við eigum þetta og við megum bara gera það sem við viljum af því við eigum þetta allt saman,“ segir Arna. Þau Arna og Ívar mæla þó með því að fólk bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Síðasta sumar hafi fólk lent í því að mæta á full tjaldsvæði og þurft að koma sér fyrir á bílastæðum. Arna segir Íslendinga skiptast í tvo hópa. „Það eru þeir sem vilja hafa þetta niðurnjörvað og vilja vita hvert þeir eru að fara og að hverju þau ganga. Svo eru það hin sem vilja kannski bara fá að slökkva á heilanum þegar þau fara í frí.“ Hún hvetur fólk þó til þess að kíkja í símann nokkrum klukkustundum áður en lagt er af stað til þess að kanna hvort einhver pláss séu laus. „Frekar en að keyra í einhverju stresskasti með grenjandi krakka og svo bara kemur maður að fullu svæði og allir orðnir svangir.“ Fjörutíu tjaldsvæði forbókanleg í sumar Þau Ívar og Arna segja rafmagn vera helsta áhyggjumálið á tjaldsvæðum í dag, en Ívar segir að slegist sé um það. „Rafmagn er af skornum skammti á þessum svæðum. Það eru kannski tuttugu staurar á svæði sem tekur hundrað gistieiningar. Þannig það er alltaf verið að slást um það. Þannig að núna ertu líka að bóka rafmagnið og taka það frá.“ Bókunarkerfi Tjalda.is var búið til sem eins konar svar við ástandinu sem myndaðist á tjaldsvæðum þegar Covid-19 gekk yfir síðasta sumar. „Þá lentirðu í því að tjaldsvæðin voru með fjöldatakmarkanir. Þannig að þá voru búin til hólf og allt í einu máttirðu bara ekkert troða þér hvar sem er.“ Ívar segir bókunarkerfið því hafa verið búið til af hreinni nauðsyn. Einn sem stendur er hægt að bóka á fjórtán tjaldsvæðum inni á Tjalda.is, en sextán bætast við með útilegukortinu. Þá reiknar Ívar með að forbókanleg tjaldsvæði í kerfinu verði orðin fjörutíu í sumar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07