Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júní 2021 16:07 Það lítur út fyrir að Íslendingar ætli að ferðast innanlands í sumar líkt og í fyrra. Getty/Peter E Strokes Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. Hafdís Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir allt benda til þess að ferðasumarið verði stórt. „Það stefnir í að verða betra en á síðasta ári og það er auðvitað bara brjálað að gera,“ segir Hafdís. Salan byrjaði strax síðasta haust, þrátt fyrir að sölusýningar sem venjulega eru á haustin, hafi frestast vegna heimsfaraldursins. Hún segir fólk gjarnan ákveða strax eftir sumarið hvort það ætli að breyta til eða endurnýja fyrir næsta ár. „Þannig að fólk er byrjað að spá í þetta strax að hausti og svo bara allan veturinn. Það var sala í allan vetur en flestir vilja síðan fá afhent á vorin.“ Útlit fyrir ferðalög innanlands í sumar Hún segir það geta verið of seint að byrja að huga að ferðavagnakaupum á vorin og fólk geti lent í því að grípa í tómt. Þá segir Hafdís engu máli skipta hvort um sé að ræða notaða eða nýja vagna. „Það selst bara allt!“ Þrátt fyrir bólusetningu landsmanna telur Hafdís að Íslendingar eigi fyrst og fremst eftir að ferðast innanlands í sumar. „Mér hefur ekkert fundist fólk vera að fara mikið erlendis í sumar. Það eru alls konar hömlur úti ennþá en mér sýnist stefna í það að fólk fari út næsta vetur, en ekki mikið í sumar held ég.“ Útilegumaðurinn hefur fengið sendingar af ferðavögnum reglulega í sumar, en þeir hafa selst upp jafnóðum. Hafdís hefur ekki tekið saman nákvæma tölu yfir selda vagna í ár, en segir strax vera búið að toppa heildarsölu síðasta sumars. Hún á von á vikulegum sendingum af vögnum fram í ágúst, en býst við því að þeir seljist allir upp. Meiri sala á Facebook en áður Sigurður Heimir Kolbeinsson, sölumaður hjá Vagnahöllinni finnur einnig fyrir ferðahug landsmanna. Eftirspurnin er mikil en nánast allir vagnar eru uppseldir. Hann segir söluna hafa byrjað strax í janúar. „Við eigum einhverja fjóra, fimm vagna. Það eru hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar, svona eitthvað bland í poka.“ Hann kveðst þó eiga ágætis lager af húsbílum, en sá markhópur er þrengri. Sigurður telur tvö til þrjú hundruð vagna hafa selst nú þegar fyrir þetta sumar. Hann segir það aðeins minni sölu en síðasta sumar. „Við erum að selja aðeins minna núna í ár vegna þess að það hefur farið meira yfir á Facebook. Fólk er að selja meira sjálft.“ Hafdís og Sigurður eru ánægð með ferðaþorsta landsmanna en Sigurður segir velgengnina hafa krafist vissa fórna. „Það er búið að vera svo mikið að gera að við kollegi minn höfum ekki náð að horfa á einn einasta fótboltaleik á EM. Það er bara svoleiðis,“ segir Sigurður hlægjandi. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hafdís Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir allt benda til þess að ferðasumarið verði stórt. „Það stefnir í að verða betra en á síðasta ári og það er auðvitað bara brjálað að gera,“ segir Hafdís. Salan byrjaði strax síðasta haust, þrátt fyrir að sölusýningar sem venjulega eru á haustin, hafi frestast vegna heimsfaraldursins. Hún segir fólk gjarnan ákveða strax eftir sumarið hvort það ætli að breyta til eða endurnýja fyrir næsta ár. „Þannig að fólk er byrjað að spá í þetta strax að hausti og svo bara allan veturinn. Það var sala í allan vetur en flestir vilja síðan fá afhent á vorin.“ Útlit fyrir ferðalög innanlands í sumar Hún segir það geta verið of seint að byrja að huga að ferðavagnakaupum á vorin og fólk geti lent í því að grípa í tómt. Þá segir Hafdís engu máli skipta hvort um sé að ræða notaða eða nýja vagna. „Það selst bara allt!“ Þrátt fyrir bólusetningu landsmanna telur Hafdís að Íslendingar eigi fyrst og fremst eftir að ferðast innanlands í sumar. „Mér hefur ekkert fundist fólk vera að fara mikið erlendis í sumar. Það eru alls konar hömlur úti ennþá en mér sýnist stefna í það að fólk fari út næsta vetur, en ekki mikið í sumar held ég.“ Útilegumaðurinn hefur fengið sendingar af ferðavögnum reglulega í sumar, en þeir hafa selst upp jafnóðum. Hafdís hefur ekki tekið saman nákvæma tölu yfir selda vagna í ár, en segir strax vera búið að toppa heildarsölu síðasta sumars. Hún á von á vikulegum sendingum af vögnum fram í ágúst, en býst við því að þeir seljist allir upp. Meiri sala á Facebook en áður Sigurður Heimir Kolbeinsson, sölumaður hjá Vagnahöllinni finnur einnig fyrir ferðahug landsmanna. Eftirspurnin er mikil en nánast allir vagnar eru uppseldir. Hann segir söluna hafa byrjað strax í janúar. „Við eigum einhverja fjóra, fimm vagna. Það eru hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar, svona eitthvað bland í poka.“ Hann kveðst þó eiga ágætis lager af húsbílum, en sá markhópur er þrengri. Sigurður telur tvö til þrjú hundruð vagna hafa selst nú þegar fyrir þetta sumar. Hann segir það aðeins minni sölu en síðasta sumar. „Við erum að selja aðeins minna núna í ár vegna þess að það hefur farið meira yfir á Facebook. Fólk er að selja meira sjálft.“ Hafdís og Sigurður eru ánægð með ferðaþorsta landsmanna en Sigurður segir velgengnina hafa krafist vissa fórna. „Það er búið að vera svo mikið að gera að við kollegi minn höfum ekki náð að horfa á einn einasta fótboltaleik á EM. Það er bara svoleiðis,“ segir Sigurður hlægjandi.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira