Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júní 2021 16:07 Það lítur út fyrir að Íslendingar ætli að ferðast innanlands í sumar líkt og í fyrra. Getty/Peter E Strokes Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. Hafdís Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir allt benda til þess að ferðasumarið verði stórt. „Það stefnir í að verða betra en á síðasta ári og það er auðvitað bara brjálað að gera,“ segir Hafdís. Salan byrjaði strax síðasta haust, þrátt fyrir að sölusýningar sem venjulega eru á haustin, hafi frestast vegna heimsfaraldursins. Hún segir fólk gjarnan ákveða strax eftir sumarið hvort það ætli að breyta til eða endurnýja fyrir næsta ár. „Þannig að fólk er byrjað að spá í þetta strax að hausti og svo bara allan veturinn. Það var sala í allan vetur en flestir vilja síðan fá afhent á vorin.“ Útlit fyrir ferðalög innanlands í sumar Hún segir það geta verið of seint að byrja að huga að ferðavagnakaupum á vorin og fólk geti lent í því að grípa í tómt. Þá segir Hafdís engu máli skipta hvort um sé að ræða notaða eða nýja vagna. „Það selst bara allt!“ Þrátt fyrir bólusetningu landsmanna telur Hafdís að Íslendingar eigi fyrst og fremst eftir að ferðast innanlands í sumar. „Mér hefur ekkert fundist fólk vera að fara mikið erlendis í sumar. Það eru alls konar hömlur úti ennþá en mér sýnist stefna í það að fólk fari út næsta vetur, en ekki mikið í sumar held ég.“ Útilegumaðurinn hefur fengið sendingar af ferðavögnum reglulega í sumar, en þeir hafa selst upp jafnóðum. Hafdís hefur ekki tekið saman nákvæma tölu yfir selda vagna í ár, en segir strax vera búið að toppa heildarsölu síðasta sumars. Hún á von á vikulegum sendingum af vögnum fram í ágúst, en býst við því að þeir seljist allir upp. Meiri sala á Facebook en áður Sigurður Heimir Kolbeinsson, sölumaður hjá Vagnahöllinni finnur einnig fyrir ferðahug landsmanna. Eftirspurnin er mikil en nánast allir vagnar eru uppseldir. Hann segir söluna hafa byrjað strax í janúar. „Við eigum einhverja fjóra, fimm vagna. Það eru hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar, svona eitthvað bland í poka.“ Hann kveðst þó eiga ágætis lager af húsbílum, en sá markhópur er þrengri. Sigurður telur tvö til þrjú hundruð vagna hafa selst nú þegar fyrir þetta sumar. Hann segir það aðeins minni sölu en síðasta sumar. „Við erum að selja aðeins minna núna í ár vegna þess að það hefur farið meira yfir á Facebook. Fólk er að selja meira sjálft.“ Hafdís og Sigurður eru ánægð með ferðaþorsta landsmanna en Sigurður segir velgengnina hafa krafist vissa fórna. „Það er búið að vera svo mikið að gera að við kollegi minn höfum ekki náð að horfa á einn einasta fótboltaleik á EM. Það er bara svoleiðis,“ segir Sigurður hlægjandi. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Hafdís Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir allt benda til þess að ferðasumarið verði stórt. „Það stefnir í að verða betra en á síðasta ári og það er auðvitað bara brjálað að gera,“ segir Hafdís. Salan byrjaði strax síðasta haust, þrátt fyrir að sölusýningar sem venjulega eru á haustin, hafi frestast vegna heimsfaraldursins. Hún segir fólk gjarnan ákveða strax eftir sumarið hvort það ætli að breyta til eða endurnýja fyrir næsta ár. „Þannig að fólk er byrjað að spá í þetta strax að hausti og svo bara allan veturinn. Það var sala í allan vetur en flestir vilja síðan fá afhent á vorin.“ Útlit fyrir ferðalög innanlands í sumar Hún segir það geta verið of seint að byrja að huga að ferðavagnakaupum á vorin og fólk geti lent í því að grípa í tómt. Þá segir Hafdís engu máli skipta hvort um sé að ræða notaða eða nýja vagna. „Það selst bara allt!“ Þrátt fyrir bólusetningu landsmanna telur Hafdís að Íslendingar eigi fyrst og fremst eftir að ferðast innanlands í sumar. „Mér hefur ekkert fundist fólk vera að fara mikið erlendis í sumar. Það eru alls konar hömlur úti ennþá en mér sýnist stefna í það að fólk fari út næsta vetur, en ekki mikið í sumar held ég.“ Útilegumaðurinn hefur fengið sendingar af ferðavögnum reglulega í sumar, en þeir hafa selst upp jafnóðum. Hafdís hefur ekki tekið saman nákvæma tölu yfir selda vagna í ár, en segir strax vera búið að toppa heildarsölu síðasta sumars. Hún á von á vikulegum sendingum af vögnum fram í ágúst, en býst við því að þeir seljist allir upp. Meiri sala á Facebook en áður Sigurður Heimir Kolbeinsson, sölumaður hjá Vagnahöllinni finnur einnig fyrir ferðahug landsmanna. Eftirspurnin er mikil en nánast allir vagnar eru uppseldir. Hann segir söluna hafa byrjað strax í janúar. „Við eigum einhverja fjóra, fimm vagna. Það eru hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar, svona eitthvað bland í poka.“ Hann kveðst þó eiga ágætis lager af húsbílum, en sá markhópur er þrengri. Sigurður telur tvö til þrjú hundruð vagna hafa selst nú þegar fyrir þetta sumar. Hann segir það aðeins minni sölu en síðasta sumar. „Við erum að selja aðeins minna núna í ár vegna þess að það hefur farið meira yfir á Facebook. Fólk er að selja meira sjálft.“ Hafdís og Sigurður eru ánægð með ferðaþorsta landsmanna en Sigurður segir velgengnina hafa krafist vissa fórna. „Það er búið að vera svo mikið að gera að við kollegi minn höfum ekki náð að horfa á einn einasta fótboltaleik á EM. Það er bara svoleiðis,“ segir Sigurður hlægjandi.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira