Mælirinn fullur hjá eitt þúsund læknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2021 14:02 Undirskriftirnar afhentar fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í Skógarhlíð. GAG „Mælirinn hjá öllum er fullur,“ sagði Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir við fjölmiðla rétt áður en læknar afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftalista 985 lækna í morgun. Fulltrúi lækna vonast til að skrið komist á málið eftir fund með aðstoðarmanni ráðherra. Læknarnir vísa allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld. Þeir krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi axli loksins þá ábyrgð sem þeim ber. Theódór Skúli Sigurðsson, Steinunn Þórðardóttir, Berglind Bergmann og Jón Magnús Kristjánsson afhentu þeim Ástu Valdimarsdóttur, ráðuneytisstjóra, og Birgi Jakobssyni, fyrrum landlækni og nú aðstoðarmanni ráðherra, undirskriftirnar við anddyri heilbrigðisráðuneytisins. Ráðherra upptekin í öðru Fjallað er um afhendinguna á vef Læknafélags Íslands þar sem segir að spurt hafi verið hvers vegna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ekki veitt undirskriftunum móttök. „Hún er upptekin í öðru,“ svaraði Ásta. Birgir hafi svo boðað fulltrúa læknanna á fund í kjölfar afhendingarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra átti ekki heimangengt á fundinn.Vísir/vilhelm Læknarnir fjórir fagna samstöðu lækna og segja hana sjaldan eða aldrei hafa verið meiri en nú. Enn séu undirskriftir að berast. Þúsund undirskrifta múrinn hafi verið rofinn. Þær séu vitnisburður um erfiða stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi. Vona að skilaboð nái eyrum ráðherra Eftir fund læknanna fjögurra með Birgi sagði Theódór að farið hefði verið yfir áskorunina til stjórnvalda, embættismanna og stjórnmálamanna. „Við vonum að skilaboðin nái til ráðherra,“ sagði hann við fjölmiðla eftir fundinn með Birgi Jakobssyni. Setja þyrfti á ferli til að bæta stöðuna í heilbrigðiskerfinu; þá sérstaklega með fókus á öldrunarmál og Landspítala. Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri og Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.GAG Öldrunarmál, vandamál Landspítala, öryggismál heilbrigðisstarfsfólks og heilsugæslan, sem og samskipti sérfræðinga og lækna sem starfi utan spítalans hafi verið meðal umræðuefna á fundinum. „Við bjóðumst til samstarfs til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að leysa úr því sem á bjátar innan kerfisins. Við vonum að boð okkar verði þegið og að haft verði við okkur samráð.“ Berglind Bergmann, varaformaður Félags almennra lækna, segir spurð að fyrirfram hefði hún ekki búist við þessum miklu undirtektum lækna. Steinunn og Theodór með undirskriftarlistana fyrir afhendingu.GAG „En nú þegar þetta hefur raungerst kemur þetta mér alls ekki á óvart,“ segir Berglind. Læknar séu ósáttir við margt. „Við erum ítrekað að upplifa að við teljum okkur hafa góðar lausnir og geta komið að borðinu og hjálpað en það er eins og enginn hlusti á okkur,“ segir hún. Þá hafi margir miklar áhyggjur af ábyrgð sinni komi upp atvik í þjónustunni nú þegar undirmönnunin, eins og á bráðamóttökunni, sé svona mikil. „Okkur finnst við ekki geta þjónað sjúklingum okkar með þeirri getu sem við búum yfir vegna ytri aðstæðna. Við erum hugsi yfir réttarstöðu okkar og hver beri ábyrgðina þegar ytri aðstæður gera þetta að verkum. Við erum ítrekað að benda á þetta en enginn hlustar,“ sagði hún eftir fundinn með aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra. Fara þurfi yfir málið með yfirvöldum, þar með talið landlækni, sem sé mjög vel að sér í málinu. „Ég hef fulla trú á að við getum leyst þessi mál en það þarf að fara í þau af alvöru og vinna þetta saman. Þetta er eitt af því sem við ræddum núna við Birgi og hann tók vel í það.“ Ástandið verst á bráðamóttökunni Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd og fyrrum yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala, segir að hann hafi ekki aðeins áhyggjur bráðamóttökunni heldur af stöðu Landspítala í heild. „Mitt hjarta tengist enn þá mest bráðamóttökunni. Ástandið þar er vont. Það er gríðarleg áhætta þegar starfsfólk er farið að segja upp og hætta. Það hefur gjarnan ruðningsáhrif og fleiri heltast úr lestinni,“ segir hann. Theódór segist sáttur við fundinn með Birgi. „Ég vonast til að skrið komist á málin.“ Leysa þurfi vandann. „Ég vona að við hættum að setja plástra á sárin og við finnum varanlegar lausnir.“ Yfirlýsingu læknanna má sjá að neðan. Til stjórnmálamanna á Íslandi Íslenskir læknar mótmæla langdregnu sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafa verið svikin. Ábyrgð stjórnmálamanna og embættismanna virðist lítil sem engin á Íslandi og heilbrigðisstarfsmenn endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfsins. Heilbrigðisstarfsmenn hafa oft stigið fram og látið í ljós áhyggjur sínar yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðismálum. Íslensk stjórnvöld hafa valið að hlusta ekki á raddir heilbrigðisstarfsfólks. Íslenskir læknar vísa því allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld og krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi fari loksins að axla þá ábyrgð sem þeim ber. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Læknarnir vísa allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld. Þeir krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi axli loksins þá ábyrgð sem þeim ber. Theódór Skúli Sigurðsson, Steinunn Þórðardóttir, Berglind Bergmann og Jón Magnús Kristjánsson afhentu þeim Ástu Valdimarsdóttur, ráðuneytisstjóra, og Birgi Jakobssyni, fyrrum landlækni og nú aðstoðarmanni ráðherra, undirskriftirnar við anddyri heilbrigðisráðuneytisins. Ráðherra upptekin í öðru Fjallað er um afhendinguna á vef Læknafélags Íslands þar sem segir að spurt hafi verið hvers vegna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ekki veitt undirskriftunum móttök. „Hún er upptekin í öðru,“ svaraði Ásta. Birgir hafi svo boðað fulltrúa læknanna á fund í kjölfar afhendingarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra átti ekki heimangengt á fundinn.Vísir/vilhelm Læknarnir fjórir fagna samstöðu lækna og segja hana sjaldan eða aldrei hafa verið meiri en nú. Enn séu undirskriftir að berast. Þúsund undirskrifta múrinn hafi verið rofinn. Þær séu vitnisburður um erfiða stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi. Vona að skilaboð nái eyrum ráðherra Eftir fund læknanna fjögurra með Birgi sagði Theódór að farið hefði verið yfir áskorunina til stjórnvalda, embættismanna og stjórnmálamanna. „Við vonum að skilaboðin nái til ráðherra,“ sagði hann við fjölmiðla eftir fundinn með Birgi Jakobssyni. Setja þyrfti á ferli til að bæta stöðuna í heilbrigðiskerfinu; þá sérstaklega með fókus á öldrunarmál og Landspítala. Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri og Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.GAG Öldrunarmál, vandamál Landspítala, öryggismál heilbrigðisstarfsfólks og heilsugæslan, sem og samskipti sérfræðinga og lækna sem starfi utan spítalans hafi verið meðal umræðuefna á fundinum. „Við bjóðumst til samstarfs til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að leysa úr því sem á bjátar innan kerfisins. Við vonum að boð okkar verði þegið og að haft verði við okkur samráð.“ Berglind Bergmann, varaformaður Félags almennra lækna, segir spurð að fyrirfram hefði hún ekki búist við þessum miklu undirtektum lækna. Steinunn og Theodór með undirskriftarlistana fyrir afhendingu.GAG „En nú þegar þetta hefur raungerst kemur þetta mér alls ekki á óvart,“ segir Berglind. Læknar séu ósáttir við margt. „Við erum ítrekað að upplifa að við teljum okkur hafa góðar lausnir og geta komið að borðinu og hjálpað en það er eins og enginn hlusti á okkur,“ segir hún. Þá hafi margir miklar áhyggjur af ábyrgð sinni komi upp atvik í þjónustunni nú þegar undirmönnunin, eins og á bráðamóttökunni, sé svona mikil. „Okkur finnst við ekki geta þjónað sjúklingum okkar með þeirri getu sem við búum yfir vegna ytri aðstæðna. Við erum hugsi yfir réttarstöðu okkar og hver beri ábyrgðina þegar ytri aðstæður gera þetta að verkum. Við erum ítrekað að benda á þetta en enginn hlustar,“ sagði hún eftir fundinn með aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra. Fara þurfi yfir málið með yfirvöldum, þar með talið landlækni, sem sé mjög vel að sér í málinu. „Ég hef fulla trú á að við getum leyst þessi mál en það þarf að fara í þau af alvöru og vinna þetta saman. Þetta er eitt af því sem við ræddum núna við Birgi og hann tók vel í það.“ Ástandið verst á bráðamóttökunni Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd og fyrrum yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala, segir að hann hafi ekki aðeins áhyggjur bráðamóttökunni heldur af stöðu Landspítala í heild. „Mitt hjarta tengist enn þá mest bráðamóttökunni. Ástandið þar er vont. Það er gríðarleg áhætta þegar starfsfólk er farið að segja upp og hætta. Það hefur gjarnan ruðningsáhrif og fleiri heltast úr lestinni,“ segir hann. Theódór segist sáttur við fundinn með Birgi. „Ég vonast til að skrið komist á málin.“ Leysa þurfi vandann. „Ég vona að við hættum að setja plástra á sárin og við finnum varanlegar lausnir.“ Yfirlýsingu læknanna má sjá að neðan. Til stjórnmálamanna á Íslandi Íslenskir læknar mótmæla langdregnu sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafa verið svikin. Ábyrgð stjórnmálamanna og embættismanna virðist lítil sem engin á Íslandi og heilbrigðisstarfsmenn endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfsins. Heilbrigðisstarfsmenn hafa oft stigið fram og látið í ljós áhyggjur sínar yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðismálum. Íslensk stjórnvöld hafa valið að hlusta ekki á raddir heilbrigðisstarfsfólks. Íslenskir læknar vísa því allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld og krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi fari loksins að axla þá ábyrgð sem þeim ber.
Til stjórnmálamanna á Íslandi Íslenskir læknar mótmæla langdregnu sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafa verið svikin. Ábyrgð stjórnmálamanna og embættismanna virðist lítil sem engin á Íslandi og heilbrigðisstarfsmenn endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfsins. Heilbrigðisstarfsmenn hafa oft stigið fram og látið í ljós áhyggjur sínar yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðismálum. Íslensk stjórnvöld hafa valið að hlusta ekki á raddir heilbrigðisstarfsfólks. Íslenskir læknar vísa því allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld og krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi fari loksins að axla þá ábyrgð sem þeim ber.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira