Innlent

Perlugestir geta tekið flugið niður í Öskjuhlíð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gunnar og Katrín segja þetta ótrúlega upplifun. Fluglínan verður formlega tekin í notkun á morgun kl 14. 
Gunnar og Katrín segja þetta ótrúlega upplifun. Fluglínan verður formlega tekin í notkun á morgun kl 14.  Vísir/Sigurjón

Gestir Perlunnar munu geta ferðast á allt að fimmtíu kílómetra hraða niður í Öskjuhlíð þegar svokölluð fluglína verður tekin þar í notkun.

Fluglínurnar eru tvær og liggja frá einum tankanna í Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Fyllsta öryggis er gætt en allir fá hjálm og belti áður en þeir eru festir á línuna og ferðast í framhaldinu á ógnarhraða. Eina skilyrðið er að fólk hafi náð að minnsta kosti 120 sentímetrum.

„Fluglínan er 230 metrar löng og gestir bundnir í svona harness, fljúga á allt að 50 kílómetra hraða, og og lenda hérna brosandi hlæjandi,” segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar.

„Þetta opnar klukkan 14 á morgun og það verður stemming og stuð og mikil gleði og getum ekki beðið eftir að þjóta inn í sumarið,” segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova.

Fluglínan verður opin í allt sumar en mun taka mið af íslensku veðurfari en panta þarf miða fyrirfram á netinu. Fréttastofa fékk að líta við í Perlunni í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.