Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2021 18:31 Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. Hafist var handa í vikunni við að reisa fjögurra metra háan leiðigarð syðst í Geldingadölum til að koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika. Almannavarnir funduðu um stöðu mála, þar sem til skoðunar var að setja upp frekari varnarvirki. Fallið var frá þeim fyrirætlunum, segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. „Eftir þá skoðun var ákveðið að aðhafast ekkert,” segir hann. Hraunið mun þar af leiðandi flæða yfir Suðurstrandarveg, sem talið er að muni gerast á næstu einni til þremur vikum. „Við vitum ekki 100 prósent hvaða áhrif þetta hefur á ljósleiðarann sem er þarna á svæðinu. Það er búið að færa hann aðeins til og setja hann dýpra, en hvort það dugi til á eftir að koma í ljós.” Fleiri innviðir eru undir, til dæmis Ísólfsskáli, en talið er nær fullvíst að hann fari einni gundir hraun. „Við erum að horfa fram á að þessi atburður geti staðið í einhver ár og jafnvel áratugi og þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna. Hingað til höfum við verið að draga línu í sandinn og svo er farið í þá línu og þá er dregin ný lína, en núna erum við bara að skoða þetta í stærra samhengi og hvaða mannvirki og innviðir á svæðinu skipta stærra máli og einbeita okkur að þeim í staðinn.” Rögnvaldur segir að horft verði á Grindavíkurbæ, Grindavíkurveg, Reykjanesbraut og Svartsengi. „Þetta eru töluvert stórir hagsmunir sem við erum að horfa á.” Þá tekur hann fram að hraunið sé nú meira þunnfljótandi en í upphafi og ferðist þar af leiðandi hraðar. „Við erum að undirbúa okkur undir það versta í sjálfu sér. Það er ólíklegt að hraunið fari svona langt, en það er hægt og getur það fræðilega og vísindalega séð. Þannig að við verðum að undirbúa okkur undir þann möguleika.” Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Hafist var handa í vikunni við að reisa fjögurra metra háan leiðigarð syðst í Geldingadölum til að koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika. Almannavarnir funduðu um stöðu mála, þar sem til skoðunar var að setja upp frekari varnarvirki. Fallið var frá þeim fyrirætlunum, segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. „Eftir þá skoðun var ákveðið að aðhafast ekkert,” segir hann. Hraunið mun þar af leiðandi flæða yfir Suðurstrandarveg, sem talið er að muni gerast á næstu einni til þremur vikum. „Við vitum ekki 100 prósent hvaða áhrif þetta hefur á ljósleiðarann sem er þarna á svæðinu. Það er búið að færa hann aðeins til og setja hann dýpra, en hvort það dugi til á eftir að koma í ljós.” Fleiri innviðir eru undir, til dæmis Ísólfsskáli, en talið er nær fullvíst að hann fari einni gundir hraun. „Við erum að horfa fram á að þessi atburður geti staðið í einhver ár og jafnvel áratugi og þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna. Hingað til höfum við verið að draga línu í sandinn og svo er farið í þá línu og þá er dregin ný lína, en núna erum við bara að skoða þetta í stærra samhengi og hvaða mannvirki og innviðir á svæðinu skipta stærra máli og einbeita okkur að þeim í staðinn.” Rögnvaldur segir að horft verði á Grindavíkurbæ, Grindavíkurveg, Reykjanesbraut og Svartsengi. „Þetta eru töluvert stórir hagsmunir sem við erum að horfa á.” Þá tekur hann fram að hraunið sé nú meira þunnfljótandi en í upphafi og ferðist þar af leiðandi hraðar. „Við erum að undirbúa okkur undir það versta í sjálfu sér. Það er ólíklegt að hraunið fari svona langt, en það er hægt og getur það fræðilega og vísindalega séð. Þannig að við verðum að undirbúa okkur undir þann möguleika.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira