Tillaga um Pál í heiðurssætið var felld Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2021 07:01 Páll Magnússon var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á kjörtímabilinu. vísir/vilhelm Tillaga um að Páll Magnússon tæki heiðurssæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar var felld með yfirgnæfandi meirihluta á kjördæmisráði flokksins síðasta laugardag. Páll er fyrsti þingmaður kjördæmisins og gaf hann kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í vor áður en hann dró framboð sitt nokkuð óvænt til baka. Þá þvertók hann fyrir að það hefði nokkuð með ytri aðstæður í pólitíkinni að gera; hann hefði í raun ákveðið að hætta á þingi fyrir löngu en viljað bjóða sig fram til öryggis ef ske kynni að hann skipti um skoðun. Sjá einnig: Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar. Ljóst er að Páll er ekki vinsæll meðal stórs hóps í kjördæminu en af samtölum Vísis við ýmsa úr þeim ranni má skilja að þær óvinsældir megi helst rekja til þess þegar Páll ákvað að styðja ekki framboð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráð flokksins í Eyjum yfir vantrausti á Pál. Formaður ráðsins minnti svo á þetta vantraust í aðdraganda prófkjörsins, áður en Páll ákvað að draga framboð sitt til baka. Tillögu um Pál ekki vísað frá en hafnað með miklum meirihluta Fyrstu sex sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ráðast af úrslitum prófkjörsins, sem Guðrún Hafsteinsdóttir vann í maí. Á eftir henni koma svo þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. 21 manna kjörnefnd raðar síðan upp neðri sætunum og leggur fram tillögu að lista fyrir kjördæmisráð en í því sitja 108 meðlimir. Þegar samþykktur listi var birtur furðuðu sig margir á því að Páll væri ekki í heiðurssætinu, en það er síðasta sæti listans oft kallað, og töldu það jafnvel endanlega staðfestingu á því að Páll hefði hætt við að bjóða sig fram vegna lítils stuðnings í kjördæminu. Í heiðurssætinu situr Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins og þingmaður til margra ára. Það kom mörgum í opna skjöldu að hann hefði verið fenginn í það hlutverk en flestir tengja Björn við Reykjavík en ekki Suðurlandið; hann hefur setið á þingi fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Björn Bjarnason var þingmaður beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Hann sat sem menntamálaráðherra 1995–2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.vísir/Baldur Á kjördæmaráðsfundinum var þó lögð fram breytingartillaga á tillögur nefndarinnar sem fólst í því að skipta Birni út fyrir Pál í heiðurssætið. Þá var hins vegar lögð fram frávísunartillaga á þessa breytingartillögu en hún var felld á jöfnum atkvæðum. Voru þá atkvæði greidd um hvort Páll skildi settur í heiðurssætið en hún var felld með afgerandi meirihluta. Þetta staðfestir einn þeirra sem situr í kjördæmaráðinu við Vísi, Jarl Sigurgeirsson, en hann situr einnig í sjötta sæti listans. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar. Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.vísir/Stöð 2 Hefðu aldrei haft Reykvíking í heiðurssætinu Í samtali við Vísi segir Halldóra Bergljót Jónsdóttir, formaður kjörnefndarinnar, að hún geti ekki tjáð sig um það sem fram fór inni í nefndinni – þar ríki trúnaður. Hún vill ekki svara því hvers vegna Páli var ekki boðið heiðurssætið en segir þó: „Það er engin hefð í þessu og menn ganga ekkert að neinu öruggu. Það er bara þannig og hefur verið síðan Suðurkjördæmi var stofnað. Þetta var bara niðurstaðan núna enda Björn búinn að vinna gott starf fyrir land og þjóð í áratugi og er héðan úr kjördæminu.“ Spurð hvort Björn sé ekki meiri Reykvíkingur en nokkru sinni af Sunnlendingur þvertekur hún fyrir það: „Nei, nei, nei hann er með lögheimili hérna hjá okkur. Við hefðum ekki farið að setja Reykvíking í heiðurssætið.“ Og sami tónn var í Birni þegar Vísir heyrði í honum. Hann er með lögheimili sitt skráð á bænum Kvoslæk II í Fljótshlíð og segist búa á víxl þar og í Hlíðunum í Reykjavík. „Ég er búinn að vera hér í Kvoslæknum síðan 2002. Hér höfum við verið með mikla starfsemi í gangi á sumrin og fengum meira að segja menningarverðlaun Suðurlands í fyrra,“ segir hann. Hann kveðst bæði spenntur og bjartsýnn fyrir komandi kosningum: „Ég er búinn að vera á ferðalagi um allt landið að kynna landbúnaðarstefnu með Kristjáni Þór Júlíussyni og það hefur gengið mjög vel.“ Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Páll er fyrsti þingmaður kjördæmisins og gaf hann kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í vor áður en hann dró framboð sitt nokkuð óvænt til baka. Þá þvertók hann fyrir að það hefði nokkuð með ytri aðstæður í pólitíkinni að gera; hann hefði í raun ákveðið að hætta á þingi fyrir löngu en viljað bjóða sig fram til öryggis ef ske kynni að hann skipti um skoðun. Sjá einnig: Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar. Ljóst er að Páll er ekki vinsæll meðal stórs hóps í kjördæminu en af samtölum Vísis við ýmsa úr þeim ranni má skilja að þær óvinsældir megi helst rekja til þess þegar Páll ákvað að styðja ekki framboð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráð flokksins í Eyjum yfir vantrausti á Pál. Formaður ráðsins minnti svo á þetta vantraust í aðdraganda prófkjörsins, áður en Páll ákvað að draga framboð sitt til baka. Tillögu um Pál ekki vísað frá en hafnað með miklum meirihluta Fyrstu sex sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ráðast af úrslitum prófkjörsins, sem Guðrún Hafsteinsdóttir vann í maí. Á eftir henni koma svo þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. 21 manna kjörnefnd raðar síðan upp neðri sætunum og leggur fram tillögu að lista fyrir kjördæmisráð en í því sitja 108 meðlimir. Þegar samþykktur listi var birtur furðuðu sig margir á því að Páll væri ekki í heiðurssætinu, en það er síðasta sæti listans oft kallað, og töldu það jafnvel endanlega staðfestingu á því að Páll hefði hætt við að bjóða sig fram vegna lítils stuðnings í kjördæminu. Í heiðurssætinu situr Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins og þingmaður til margra ára. Það kom mörgum í opna skjöldu að hann hefði verið fenginn í það hlutverk en flestir tengja Björn við Reykjavík en ekki Suðurlandið; hann hefur setið á þingi fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Björn Bjarnason var þingmaður beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Hann sat sem menntamálaráðherra 1995–2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.vísir/Baldur Á kjördæmaráðsfundinum var þó lögð fram breytingartillaga á tillögur nefndarinnar sem fólst í því að skipta Birni út fyrir Pál í heiðurssætið. Þá var hins vegar lögð fram frávísunartillaga á þessa breytingartillögu en hún var felld á jöfnum atkvæðum. Voru þá atkvæði greidd um hvort Páll skildi settur í heiðurssætið en hún var felld með afgerandi meirihluta. Þetta staðfestir einn þeirra sem situr í kjördæmaráðinu við Vísi, Jarl Sigurgeirsson, en hann situr einnig í sjötta sæti listans. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar. Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.vísir/Stöð 2 Hefðu aldrei haft Reykvíking í heiðurssætinu Í samtali við Vísi segir Halldóra Bergljót Jónsdóttir, formaður kjörnefndarinnar, að hún geti ekki tjáð sig um það sem fram fór inni í nefndinni – þar ríki trúnaður. Hún vill ekki svara því hvers vegna Páli var ekki boðið heiðurssætið en segir þó: „Það er engin hefð í þessu og menn ganga ekkert að neinu öruggu. Það er bara þannig og hefur verið síðan Suðurkjördæmi var stofnað. Þetta var bara niðurstaðan núna enda Björn búinn að vinna gott starf fyrir land og þjóð í áratugi og er héðan úr kjördæminu.“ Spurð hvort Björn sé ekki meiri Reykvíkingur en nokkru sinni af Sunnlendingur þvertekur hún fyrir það: „Nei, nei, nei hann er með lögheimili hérna hjá okkur. Við hefðum ekki farið að setja Reykvíking í heiðurssætið.“ Og sami tónn var í Birni þegar Vísir heyrði í honum. Hann er með lögheimili sitt skráð á bænum Kvoslæk II í Fljótshlíð og segist búa á víxl þar og í Hlíðunum í Reykjavík. „Ég er búinn að vera hér í Kvoslæknum síðan 2002. Hér höfum við verið með mikla starfsemi í gangi á sumrin og fengum meira að segja menningarverðlaun Suðurlands í fyrra,“ segir hann. Hann kveðst bæði spenntur og bjartsýnn fyrir komandi kosningum: „Ég er búinn að vera á ferðalagi um allt landið að kynna landbúnaðarstefnu með Kristjáni Þór Júlíussyni og það hefur gengið mjög vel.“
Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira