Innlent

Dansað á Miklatúni í tilefni dagsins

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Miklatuniiiii

Forsætisráðherra flutti hátíðlegt ávarp á Austurvelli í dag þegar þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað. Fjórtán voru sæmdir fálkaorðunni en hátíðarhöld voru hófleg vegna samkomutakmarkanna.

Morgunathöfn hófst á Austurvelli klukkan ellefu í morgun þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.

„Hvenær erum við Íslendingar? Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu urðum við einangruð frá umheiminum, við fundum áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ávarpi sínu í dag.

Ár hvert hvílir mikil leynd yfir því hver fari með hlutverk fjallkonunnar þar til hún gengur út úr Alþingishúsinu klædd skrautbúningnum. Í ár er leikkonan Hanna María Karlsdóttir fjallkonan.

Að venju var blómsveigur lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar flutti ávarp.

Klukkan tvö var Ólöf Nordal, myndlistarkona útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða. Þá voru fjórtán Íslendingar sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum.. Þeirra á meðal voru Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri.

Hátíðarhöld voru hófleg um land allt vegna samkomutakmarkana. Fjölskylduskemmtun var í Lystigarðinum í Hveragerði þar sem íbúar prufuðu Zipline í rigningunni.

Mikið fjör var á Klambratúni þar sem sirkusfólk lék listir sínar og fólk brast í dans, eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.